lørdag den 30. juni 2007

Ný dagbók

Loksins lét ég verða af því að setja upp nýja dagbók. Vona að fólk verði ánægt með það. Hef mikið heyrt að sú gamla sé þung og erfið. Ákvað því að prófa eitthvað annað.

Ég er bara einn. Fjalar Hrafn og Auður Ísold fóru til Íslands á fimmtudaginn í síðustu viku og Vedís fór svo í gærmorgun. Ég kem svo næsta föstudagskvöld og sæki alla fjölskylduna. Hef ekki heyrt annað en að börnin séu í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni og afa. Hlakka mikið til að hitta þau aftur, þetta er búinn að vera langur tími og á bara eftir að lengjast.

Þórir