fredag den 12. september 2008

Í dag er afmælisdagurinn hennar Maríu. Innilega til hamingju með daginnJ, okkar kæra María. Hlökkum til að heimsækja ykkur til Stokkhólms.

Védís

torsdag den 11. september 2008

Street Cut

Alveg síðan ég klippti mig í vor hefur Auður Ísold verið öfundsjúk. Á mánudaginn ákváðum við loksins að láta undan eftir að hún tilkynnti að hún vildi ekki lengur vera stelpa – vill vera strákur með stutt hár og geta hjólað hratt án hjálparadekkja (veit ekki alveg hvernig sú tenging kom upp). Ég dreif mig því í að panta tíma í klippingu fyrir okkur báðar og frá og með næsta laugardegi mun AÍ vera með topp og styttra hár. Held samt að ég leggi ekki alveg í drengjakollinn því þó að hún vilji endilega vera strákur þá finnst henni samt bleikir og sterkir litir fallegastir og þverneitar að fara í brúnu flauelsbuxurnar & peysuna sem ég var að kaupa handa henni. Verð þó að viðurkenna að ég er ekki alveg að sjá að hún þori að fara upp í stólinn hjá honum Ægi klippara - kannski ef hann klippir mig fyrst. Leyfi ykkur að fylgjast með og set jafnvel inn myndir bráðlega.

Védís

mandag den 8. september 2008

Er ekki kominn tími til að hefja dagbókarskrif aftur? Hið löglega bloggsumarfrí varð aðeins lengra en það átti að vera.

Ég ætla rétt að stikla á stóru hvað er búið að gerast síðan síðast.

María kom þann 15. maí og var í 3 mánuði að vinna. Friðrik kærastinn hennar kom og var í 5 vikur
Við fórum til Íslands þann 13. júní
-útskrift hjá Ásu systur
-ættarmót
-austurferð
-systkina/foreldra hittingur
-o.fl o.fl

Krakkarnir urðu eftir hjá ömmu sinni og afa
Við Þórir notuðum tækifærið og laumuðumst í ráðhúsiðJ þann 4. júlí.
Halldór, Sandra, Kristinn og Eva komu í heimsókn og við fórum í sumarbústað á Djurslandi
Þórir komst loksins í Legoland – langþráð stund
Ég fór í gönguferð á Kulleberg í Svíþjóð síðustu helgi. Var alveg búin að gleyma hvað mér finnst frábært að ganga (þ.e. upp hóla og hæðir). Maður gengur svosem alveg helling hérna í Dk en aldrei þannig að maður fer forpústaðurJ

Við erum annars búin að ákveða að flytja til Íslands næsta sumar og mig er farið að hlakka mjög mikið til. Það var svo skemmtilegt á Íslandi síðast að ákvörðunin var tekin strax.
Annars, verð að þjóta í bili.

Védís