torsdag den 11. september 2008

Street Cut

Alveg síðan ég klippti mig í vor hefur Auður Ísold verið öfundsjúk. Á mánudaginn ákváðum við loksins að láta undan eftir að hún tilkynnti að hún vildi ekki lengur vera stelpa – vill vera strákur með stutt hár og geta hjólað hratt án hjálparadekkja (veit ekki alveg hvernig sú tenging kom upp). Ég dreif mig því í að panta tíma í klippingu fyrir okkur báðar og frá og með næsta laugardegi mun AÍ vera með topp og styttra hár. Held samt að ég leggi ekki alveg í drengjakollinn því þó að hún vilji endilega vera strákur þá finnst henni samt bleikir og sterkir litir fallegastir og þverneitar að fara í brúnu flauelsbuxurnar & peysuna sem ég var að kaupa handa henni. Verð þó að viðurkenna að ég er ekki alveg að sjá að hún þori að fara upp í stólinn hjá honum Ægi klippara - kannski ef hann klippir mig fyrst. Leyfi ykkur að fylgjast með og set jafnvel inn myndir bráðlega.

Védís

3 kommentarer:

ÓEG sagde ...

Það er æðislegt að geta hjólað án hjálpardekkja. Ég gleymi því aldrei þegar ég hjólaði fyrst hjálparlaust. Var þá reyndar dálldið mikið eldri en Ísoldin
Og takk fyrr að vera aftur byrjuð að skrifa í dagbókina.
ÓEG

Anonym sagde ...

Mér líst vel á þetta með klippinguna þó kammski ekki alveg drengjakoll. En þú ert nú alltaf jafn sæt Auður mín Ísold. En þetta með að hjóla hratt án hjálpardekkja verður sennilega að bíða enn um stund.

SL sagde ...

Hlakka til að sjá myndir!
Annar myndi ég gefa mikið fyrir að setjast í stólinn hjá honum Ævari núna!