Fjalar er mikill áhugamaður um fótbolta og getur eytt tímanum saman í sparka, skalla og verja bolta. Eitt skipti sem oftar fórum við feðgarnir, ásamt Auði Ísold, niður á tún til að spila fótbolta. Við spörkuðum á milli meðan Auði horfði á. Svo kom að því að Auður vildi vera með. Fjalar Hrafn var ekki alveg að vilja leyfa henni það. Eftir nokkrar umræður félst hann á að leyfa henni að vera með. Þú getur verið dómarinn, Auður Ísold! Hlutverk dómarans, að sögn Fjalars, er að dómarinn horfir á en sækir svo boltann þegar hann fer útaf. Þar með fékk Auður Ísold hlutverk í fótboltaleiknum án þess að skemma fyrir okkur strákunum.
Þórir
søndag den 25. maj 2008
Abonner på:
Opslag (Atom)