lørdag den 12. januar 2008

Þá er búið að festa kaup á flugmiðum til Berlínar, helgina 7. - 9. mars. Þótt ég sé búin að búa hér í Danmörku í næstum 5 ár, þá verð ég alltaf jafn hissa á verðlaginu..... fram og til baka með sköttum og öllu... 521 kr. og þar af 55 kr. fyrir að borga með visa korti og 88 kr. fyrir að vera með tösku í handfarangri.

Védís

fredag den 11. januar 2008

Er þetta ekki bara alveg týpískt??? Krakkarnir ekki búnir að vera 1x veikir í meira en 1/2 ár og verða svo veikir um leið og ég byrja í nýrri vinnu og Þórir er í uppgjörsmánuði..... Ég veit, ég hljóma dáldið eigingjörn, maður á náttúrlega ekkert að vera að spá í þessu... börn verða bara veik og auðvitað er það ekkert skemmtilegt að vera með lungnabólgu eins og FH er búin að vera með eða flensu eins og AÍ er með núna!!!! En samt........
AÍ er s.s. búin að vera veik síðan á þriðjudagskvöld og er að hressast núna. Þá er bara að vona að þau nái hrista allar svona pestir af sér næstu mánuðina.

Nóg um það.... ég hef líka skemmtilegar fréttir að færa. Í gærkvöldi var ákveðið að fara í stelpuferð til Berlínar í byrjun mars... ohhh, ég hlakka svo til.... ég hef farið 1x til Berlínar og borgin hafði mikil áhrif á mig, enda ótrúleg saga hennar.
Við gistum hjá henni Rut, sem var í saumaklúbbnum hér í Dk, en flutti í September. Það eru m.a.s. nokkrar frá Íslandi sem ætla kannski að koma með.

á vída sín,
(er þetta ekki þýsk kveðja... allavega hljóðfræðilega rétt).
Védís

mandag den 7. januar 2008

Lungnabólgupésinn komin á ról og í leikskólann ásamt systur sinni, foreldrunum til mikillar gleði. Það er bara of mikið að inni í 9 daga samfleytt, jafnvel þó að maður búi vel og sé nýbúinn að fá fullt af fínu dóti í jólagjöf. Fólk var orðið nett pirrað á sjúklingnum og sjúklingurinn á fólki. En allavega, lífið er að komast í fastar skorður, jólin búin þótt ég fái mig ekki til að taka niður allt fallega jólaskrautið. Nú eru bara 5 vikur í Cure tónleika og við búin að fá pössun,hhehe, allaleið frá Íslandi. Það verður gaman. Nú er bara að setja Cure safnið inn á ipodinn og hita sig upp.

Sæl að sinni,
Védís

fredag den 4. januar 2008

Í dag er kalt, dimmt og vindur. Ekki besta veður sem sem hefur komið hér í henni Kaupmannahöfn. Framundan eru janúar og febrúar sem eru lengstu og leiðinlegustu mánuðir ársins..... hvað á maður nú að gera til að láta tímann líða? Hugmyndir?
Fór aðeins á útsölur í gær........ fjárfesti í skyrtu og vesti.
Er einhver til í spa í Sofiebaðinu..... anyone?

Kv. Védís