lørdag den 19. april 2008

Verkfall

Það er verkfall i Danmörku. Leikskólakennarar og hjúkrunarfrædingar hafa fellt niður verkin. Sem betur fer hefur leikskóli barnanna ekki lagt niður vinnu þar sem leikskólinn er í öðru verkalýðsfélagi sem samþykkt hefur samninga við ríkið, þó með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Ef svo fer að samningarnir verði felldir, byrjar verkfall 14.maí. Það hefur því ekki áhrif á væntanlega Koloni-ferð barnanna. Fjalar er að fara í sína aðra koloni-ferð en Auður sína fyrstu. Fjalar hefur verið skipaður koloni-vinur systur sinnar. Það er nefnilega hefð að þeir sem hafa farið í koloni áður eiga að leiðbeina þeim sem ekki hafa farið. Það eru nefnilega margar reglur sem hafa þarf í huga og kynna fyrir þeim nýju. Ferðin er að þessu sinni farin að morgni 6.maí og heimkoma áætluð 9.maí. Þetta eru s.s. 3 nætur með leikskólanum og engum foreldrum. Leikskólastýran er að fara í sína 31. koloniferð.

Þórir

fredag den 11. april 2008

Kominn tími


Það er kannski kominn tími á að ég skrifi eitthvað í þessa blessuðu dagbók. Fór á námskeið í Salzburg í lok mars mánaðar. Þar hitti ég þennan magnaða austuríkismann. Modern Talking aðdáandi númer 1. Ef vel er að gáð má sjá mannsnafn húðflúrað fyrir ofan hljómsveitarnafnið. Þar stendur Dieter Bohlen sem, en og allir góðir aðdáendur vita, er aðal forsprakki Modern Talking.
Þórir