lørdag den 19. april 2008

Verkfall

Það er verkfall i Danmörku. Leikskólakennarar og hjúkrunarfrædingar hafa fellt niður verkin. Sem betur fer hefur leikskóli barnanna ekki lagt niður vinnu þar sem leikskólinn er í öðru verkalýðsfélagi sem samþykkt hefur samninga við ríkið, þó með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Ef svo fer að samningarnir verði felldir, byrjar verkfall 14.maí. Það hefur því ekki áhrif á væntanlega Koloni-ferð barnanna. Fjalar er að fara í sína aðra koloni-ferð en Auður sína fyrstu. Fjalar hefur verið skipaður koloni-vinur systur sinnar. Það er nefnilega hefð að þeir sem hafa farið í koloni áður eiga að leiðbeina þeim sem ekki hafa farið. Það eru nefnilega margar reglur sem hafa þarf í huga og kynna fyrir þeim nýju. Ferðin er að þessu sinni farin að morgni 6.maí og heimkoma áætluð 9.maí. Þetta eru s.s. 3 nætur með leikskólanum og engum foreldrum. Leikskólastýran er að fara í sína 31. koloniferð.

Þórir

1 kommentar:

Anonym sagde ...

jæææjja... farið þið ekkert að kíkja á okkur hérna á Skerinu bráðum? aaafskaplega langt síðan síðast..