mandag den 2. juni 2008

Fremad Amager-Glostrup: 2-0

...urðu úrslitin í fyrsta fótboltaleiknum sem við feðgarnir fórum saman á. Er það ekki draumur hvers fótboltaáhugamanns að fara með syni sínum á völlum? Sá draumur hefur ræst hjá mér :) Liðin eru í þriðju efstu deild hér í Danmörku og er Fremad Amager að berjast um fyrsta sætið við Roskilde og situr eins og er í 2 sæti, tveimur stigum á eftir Roskilde þegar 3 leikir eru eftir. Leikurinn fór fram í 25 stiga hita á miðri Amager. Fyrra markið kom rétt fyrir hlé og það seinna um miðjan síðari hálfleik. Fjalar skemmti sér mjög vel og mest hrifinn af því þegar markmennirnir spörkuðu hátt og langt. Við yfirgáfum völlinn í hálfleik með bros á vörum og hlökkum til næsta leiks á Sundby Itrætspark í ágúst.
Þórir

1 kommentar:

Anonym sagde ...

Hæ sæta fjölskylda. Gaman að sjá nýjar myndir, þetta eru ekkert smá myndarlegir og duglegir krakkar sem þið eigið. Myndin af þér Þórir að grilla á nýja grillinu með "eyrnaskjól" finnst mér líka algjör snilld - gleymdist að setja hljóðkút á gripinn? :O)
Ég er orðin léttari - kíkið á heimasíðuna okkar www.helgaoghalldor.blog.is
Kærar kveðjur, Helga Guðrún