fredag den 26. december 2008

Af hverju í ósköpunum fór maður ekki heim til fjölskyldunnar þessi jólin. Ég er með ægilega mikla heimþrá og tómleikatilfinningu. Annars er það þessi feisbúk, smeisbúk sem er tímaþjófurinn þessa daganna. Langar eiginlega ekki að vera memm á henni lengur...... getur maður hætt?

fredag den 24. oktober 2008

Danski afmælissöngurinn

I dag er det Isolds Fødselsdag
Hurra! Hurra! Hurra!
Hun sikkert sig en gave får
som hun har ønsket sig i år
med dejlig chokolade med kager til.

Hvor smiler hun, hvor er hun glad
Hurra! Hurra! Hurra!
Men denne dag er også rar
for hjemme venter mor og far
med dejlig chokolade med kager til.

Og når hun hjem fra skolen går
Hurra! Hurra! Hurra!
så skal hun hjem og holde fest
og hvem der kommer med som gæst
får dejlig chokolade med kager til.

Til slut vi råber højt i kor:
Hurra! Hurra! Hurra!
Gid Isold længe leve må
og sine ønsker opfyldt få
-og dejlig chokolade med kager til.

Auður Ísold er 4 ára í dag.








Hún á ammæli í da.... hún AurÍsol.... hún er fjögr’ára í dag” og síðan var reynt að ýta pakkanum að henni ..... en afmælisbarnið svaf bara áfram á sínu græna. Þá var fylgt á eftir með “happíbuffdei tojú.... happíbuffdei tojú” og þá loksins tókst að vekja dömuna. Stóri bróðirinn gaf henni fjarstýrða bílinn sem hún hafði óskað sér og hún fékk dúkkuhús frá foreldrunum sem hún var himinlifandi með og byrjaði strax að leika sér með.Eftir að hafa leikið smá var farið í leikskólann í fína afmæliskjólnum, með bleika köku og fjarstýrða kappakstursbílinn í pokaJ. Mikið fannst henni þetta gaman – naut sín alveg til botns.Kvöldið fer síðan í að undirbúa afmælisveislu morgundagsins.... og að horfa á úrslitin í Talent2008.

fredag den 12. september 2008

Í dag er afmælisdagurinn hennar Maríu. Innilega til hamingju með daginnJ, okkar kæra María. Hlökkum til að heimsækja ykkur til Stokkhólms.

Védís

torsdag den 11. september 2008

Street Cut

Alveg síðan ég klippti mig í vor hefur Auður Ísold verið öfundsjúk. Á mánudaginn ákváðum við loksins að láta undan eftir að hún tilkynnti að hún vildi ekki lengur vera stelpa – vill vera strákur með stutt hár og geta hjólað hratt án hjálparadekkja (veit ekki alveg hvernig sú tenging kom upp). Ég dreif mig því í að panta tíma í klippingu fyrir okkur báðar og frá og með næsta laugardegi mun AÍ vera með topp og styttra hár. Held samt að ég leggi ekki alveg í drengjakollinn því þó að hún vilji endilega vera strákur þá finnst henni samt bleikir og sterkir litir fallegastir og þverneitar að fara í brúnu flauelsbuxurnar & peysuna sem ég var að kaupa handa henni. Verð þó að viðurkenna að ég er ekki alveg að sjá að hún þori að fara upp í stólinn hjá honum Ægi klippara - kannski ef hann klippir mig fyrst. Leyfi ykkur að fylgjast með og set jafnvel inn myndir bráðlega.

Védís

mandag den 8. september 2008

Er ekki kominn tími til að hefja dagbókarskrif aftur? Hið löglega bloggsumarfrí varð aðeins lengra en það átti að vera.

Ég ætla rétt að stikla á stóru hvað er búið að gerast síðan síðast.

María kom þann 15. maí og var í 3 mánuði að vinna. Friðrik kærastinn hennar kom og var í 5 vikur
Við fórum til Íslands þann 13. júní
-útskrift hjá Ásu systur
-ættarmót
-austurferð
-systkina/foreldra hittingur
-o.fl o.fl

Krakkarnir urðu eftir hjá ömmu sinni og afa
Við Þórir notuðum tækifærið og laumuðumst í ráðhúsiðJ þann 4. júlí.
Halldór, Sandra, Kristinn og Eva komu í heimsókn og við fórum í sumarbústað á Djurslandi
Þórir komst loksins í Legoland – langþráð stund
Ég fór í gönguferð á Kulleberg í Svíþjóð síðustu helgi. Var alveg búin að gleyma hvað mér finnst frábært að ganga (þ.e. upp hóla og hæðir). Maður gengur svosem alveg helling hérna í Dk en aldrei þannig að maður fer forpústaðurJ

Við erum annars búin að ákveða að flytja til Íslands næsta sumar og mig er farið að hlakka mjög mikið til. Það var svo skemmtilegt á Íslandi síðast að ákvörðunin var tekin strax.
Annars, verð að þjóta í bili.

Védís

mandag den 2. juni 2008

Fremad Amager-Glostrup: 2-0

...urðu úrslitin í fyrsta fótboltaleiknum sem við feðgarnir fórum saman á. Er það ekki draumur hvers fótboltaáhugamanns að fara með syni sínum á völlum? Sá draumur hefur ræst hjá mér :) Liðin eru í þriðju efstu deild hér í Danmörku og er Fremad Amager að berjast um fyrsta sætið við Roskilde og situr eins og er í 2 sæti, tveimur stigum á eftir Roskilde þegar 3 leikir eru eftir. Leikurinn fór fram í 25 stiga hita á miðri Amager. Fyrra markið kom rétt fyrir hlé og það seinna um miðjan síðari hálfleik. Fjalar skemmti sér mjög vel og mest hrifinn af því þegar markmennirnir spörkuðu hátt og langt. Við yfirgáfum völlinn í hálfleik með bros á vörum og hlökkum til næsta leiks á Sundby Itrætspark í ágúst.
Þórir