lørdag den 13. oktober 2007

Í sambandi

Finally, Endelig, loksins!

Án internets i einn og hálfan mánuð er ekki auðvelt. Fengum loks tenginguna til að virka á fimmtudaginn þegar við fengum tæknimann frá TDC sem komst fljótlega að því að mannleg mistök þeirra olli þessi skelfilega sambandsleysi. Internetbiðinni er hægt að skipta í tvö tímabil.
  1. Það tekur mánuð frá því að maður pantar internet frá Cybercity og etableringsdagurinn rennur upp.
  2. Hálfan mánuð tók að finna út hvort þetta væru TDC mistök eða Cybercity mistök og lagfæra.

Taka skal fram að heimasíminn er ekki kominn, þar sem Cybercity fokkaði upp pöntuninni og gaf okkur bara aðgang að internetinu. Er þó búinn að leiðrétta það og síminn kemur i næstu viku, +45-35148590.

Sjónvarpið fengum við byrjun mánaðarins. Viasat-mottakara til bráðabirgða vegna þess að biðtíminn hjá TDC, til að koma og draga kabal i húsið, er 5-6 manuðir. Eftir 3 vikna búsetu fengum við ruslatunnur. Þær voru tæmdar í fyrsta sinn á fimmtudaginn. Lyftan er ekki komin í gagnið einnig vegna TDC. Þeir þurfa nefnilega að setja upp einhvern neyðarsíma í lyftuna og það tekur sinn tima.

Annars er þetta afskaplega fín íbúð, og öllum líður vel. Erum búin að fá nokkar heimsóknir, María fyrst og svo tengdó í síðustu viku.

Þórir

7 kommentarer:

AEL sagde ...

Velkomin aftur í netheima þar sem er rosalega gott að vera.

Heiðrún sagde ...

ég pantaði mér síma og internet á föstudaginn, eftir kl 15 og var tengd á þriðjudagsmorguninn...
sumt er einfaldlega betra á íslandi!

Anonym sagde ...

Ég skrifaði einu sinni langan pistil hingað um það þegar ég pantaði mér internet og adsl sjónvarp um daginn. Fannst eitthvað fyndið við það að auðveldara væri að fá danskt sjónvarp á Íslandi. Sem betur fer vildi blogger ekki birta það mont því allt fór í steik hjá Símanum þetta tók á endanum fokkings mánuð og grilljón dónaleg símtöl!
Sumt er bara auðveldara fyrir suma, í þessu tilfelli Heiðrúnu!

Binni sagde ...

Sæl, ég og mín fjölskylda erum að flytja í Kastrupvej 131, fjúgum út í næstu viku, líklega 30.10. Gaman að heyra að ykkur líður vel, við fengum vinafólk okkar til að skoða íbúðina fyrir okkur og þau héldu að það væri ekki byrjað að flytja inn, en það er greinilega rangt hjá þeim.

Það verður ekki auðvelt að bíða eftir netinu í mánuð, er ekki netkaffi þarna nálægt?

Anonym sagde ...

Ég spyr núna eins og sannur íslendingur: "hverra manna ert þú, góði?"

Mæli annars með því skipta við TDC, held að það taki styttri tíma.

Binni sagde ...

Sæl, var á báðum áttum hvort að ég ætti að ryðjast inn á heimasíðu fjölskyldunnar, friðhelgi einkalífsins og allt það. Ég og frúin rákumst á ykkur í ferðalagi okkar um netheima. Við flytjum í Kastrupvej 131 á þriðjudag, 30.10, ég er að fara í MA nám í guðfræði við KU en frúin ætlar að finna sér vinnu í nágrenninu, vonandi við leikskóla en hún er leikskólakennari. Eldri strákurinn æfir hjólreiðar og yngri ætlar í skóla. Sjáumst á þriðjudaginn!

Ámákurfjølskyldan sagde ...

Engar áhyggjur af friðhelginni - það sem fer á alheimsvefinn er víst sannarlega fyrir alla. Það var nú aðallega forvitnin sem var að gera út af við okkur. Okkur hlakkar til að fá nýja nágranna og ekki skemmir fyrir að það eru íslendingar. Á Kastrupvej er búið í 4 íbúðum, við í einni, spánverji og norðmaður í einni, færeyjingur í einni og að lokum dani.
Við hlökkum til að hitta ykkur,
Védís