onsdag den 28. november 2007

Hætt á bleyju

Það kom loks að því að dóttir mín hætti á dag-bleyjunni. Fyrir rúmlega mánuði síðan var ákveðið að setja smá pressu og verðlauna hana ef hún gerði í klósettið. Verðlaunin voru ekki af verri endanum, sleikipinni í hvert skipti. Skemmst er frá því að segja að sleikipinnarnir voru ekki hreyfðir í 3 vikur (segir dálitið um þrjósku dóttur minnar). Það var ekki fyrr en síðasta laugardag að hún tók upp á því að byrja og strax fyrsta daginn fékk hún 3 sleikipinna og jafnmarga daginn eftir. Auðvitað var ekki hægt að neita Fjalari um sleikjó og fékk hann því í hvert sinn sem systir hann gerði í klósettið, einnig sleikjó. Syni mínum fannst þetta fyrirkomulag svo öldungis glæsilegt að hann var farinn að minna systur sína á það að það margborgaði sig að pissa nogu ands... oft. Það var orðið svo langt gengið að hvert skipti sem Fjalar þurfti að pissa fullvissaði hann systur sína um það að hún þyrfti líka að pissa svo hægt væri að verðlauna þau bæði.
Sleikipinnarnir eru búnir og dóttir mín er ennþá bleyjulaus. Við getum því með góðri samvisku sagt að bleyjuskipti á heimilinu heyri sögunni til.

Þórir

5 kommentarer:

Anonym sagde ...

Til hamingju með þennan áfanga - ég minnist hans með bros á vör. Þetta eru orðin stór börn :) Kveðja Hanna

Anonym sagde ...

En yndislegt! Til hamingju!
Vona bara að allir pinnarnir séu ekki stemmandi...
Bestu kveðjur til ykkar í fjarskkastrupvejistan,
Huld & co

Unknown sagde ...

Til hamingju með bleiuleysið! Þetta er aldeilis stór áfangi á ykkar heimili, og þið eruð heppin að Fjalar var svona duglegur að hjálpa til :-)

Anonym sagde ...

hehehe æðislegt;)

SL sagde ...

frábært, þetta er stór áfangi!