Ég er farinn að spila innanhúsfótbolta á hverju mánudagskvöldi. Eftir að hafa fengið nóg af að spila fótbolta í körfuboltaskónum mínum keypti ég mér alvöru innanhúsfótboltaskó í gær. Fjalar Hrafn er mikill áhugamaður um fótboltaskó og var því heldur en ekki hrifinn af nýju skónum, og ekki skemmdi það fyrir að þeir eru að hluta til gyltir. Þegar við hjóluðum svo í leikskólann í morgun undraði hann sig á því að ég væri ekki í nýju fótboltaskónum og spurði hvers vegna svo væri. Ég útskýrði fyrir honum eins og var, að þetta væru einungis inniskór. Þá ráðlagði hann mér að hafa þá í poka með á morgun til að geta sýnt þá öllum sem ég þekki. Það er nefnilega mjög mikilvægt að allir sjái hversu flotta innanhúsfótboltaskó pabbi hefur keypt sér.
Þórir
tirsdag den 20. november 2007
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
3 kommentarer:
haha frekar sætt....
hahaha hann er svo mikið krútt. Þú verður að taka þá með og sýna fóstrunum. Þær verða örugglega MJÖG hrifnar!!
Hils Freyja
Vá geeeðveikt! Getur þú nokkuð tekið mynd af þeim til að sýna fjarstöddum. Eða það sem betra væri fengið ljósmyndara til að taka mynd af þeim in action... (öfund, fótboltasakn, dæs)
Send en kommentar