fredag den 11. januar 2008

Er þetta ekki bara alveg týpískt??? Krakkarnir ekki búnir að vera 1x veikir í meira en 1/2 ár og verða svo veikir um leið og ég byrja í nýrri vinnu og Þórir er í uppgjörsmánuði..... Ég veit, ég hljóma dáldið eigingjörn, maður á náttúrlega ekkert að vera að spá í þessu... börn verða bara veik og auðvitað er það ekkert skemmtilegt að vera með lungnabólgu eins og FH er búin að vera með eða flensu eins og AÍ er með núna!!!! En samt........
AÍ er s.s. búin að vera veik síðan á þriðjudagskvöld og er að hressast núna. Þá er bara að vona að þau nái hrista allar svona pestir af sér næstu mánuðina.

Nóg um það.... ég hef líka skemmtilegar fréttir að færa. Í gærkvöldi var ákveðið að fara í stelpuferð til Berlínar í byrjun mars... ohhh, ég hlakka svo til.... ég hef farið 1x til Berlínar og borgin hafði mikil áhrif á mig, enda ótrúleg saga hennar.
Við gistum hjá henni Rut, sem var í saumaklúbbnum hér í Dk, en flutti í September. Það eru m.a.s. nokkrar frá Íslandi sem ætla kannski að koma með.

á vída sín,
(er þetta ekki þýsk kveðja... allavega hljóðfræðilega rétt).
Védís

2 kommentarer:

AEL sagde ...

Berlín, here we come!!!
Jibbí, gaman gaman!!!

elín sagde ...

Aufvidersehen....rétt skal vera rétt;)