Nú er liðið á ágúst og það er sá mánuður sem ég kvíði mest á árinu. Af hverju????? Jú, íslendingar eru og verða alltaf íslendingar.... þeir flytja alltaf í burtu héðan frá okkur! Og ég skil það svosem alveg:)
En, Færeyjar voru stórbrotnar, ægifenglegar og ótrúlegar...... já, allt í sömu setningunni. Mér fannst frábært að hitta famelíuna alla saman komna og vona að við hittumst aftur í lok júní á næstu ári.
kv. Védís
onsdag den 29. august 2007
tirsdag den 28. august 2007
Flutningur
Það er allt á fullu þessa dagana. Fjölskyldan flytur á föstudaginn og þar með lýkur 4 ára dvöl hennar á Öresundskolliginu. Verið er að pakka niður og undirbúa þennan merkilega dag. Lyklarnir af nýju íbúðinni verða sóttir með viðhöfn á fimmtudagsmorguninn. Búast má við einhverju sambandsleysi þegar komið verður í nýju íbúðina eins og alltaf er.
Annars voru Færeyjar frábærar. Héldum okkur að mestu á Suðurey, fékk að smakka skerpikjöt, en missti því miður af Grindhvalnum, sem borðaður var daginn eftir að ég yfirgaf klettana. Vedis og börnin voru nefnilega 2 dögum lengur en ég. Takk kærlega fyrir skemmtilegan tíma og sérstakar þakkir til Sigga og Karenar fyrir móttökurnar.
Þórir
Annars voru Færeyjar frábærar. Héldum okkur að mestu á Suðurey, fékk að smakka skerpikjöt, en missti því miður af Grindhvalnum, sem borðaður var daginn eftir að ég yfirgaf klettana. Vedis og börnin voru nefnilega 2 dögum lengur en ég. Takk kærlega fyrir skemmtilegan tíma og sérstakar þakkir til Sigga og Karenar fyrir móttökurnar.
Þórir
onsdag den 15. august 2007
mandag den 13. august 2007
Ámákur-fjölskyldan flytur sig um stað.....
já, loksins tókst mér að sannfæra húsbóndann að 40 fm íbúð á Öresundskollegíinu sé of lítil fyrir 4 manna fjölskyldu! Þann 1. sept nk. munum við flytja í helmingi stærri íbúð hér á Amager. Íbúðin er æði - við fáum þvottavél - uppþvottavél - þurrkara - fallegt og skemmtilegt eldhús - glugga í 3 áttir - svalir og verönd! Ég hlakka svo til:)
Að öðru og ekki síður skemmtilegu..... Færeyjaferð á miðvikudaginn. Loksins fer ég til Færeyja. Siggi bróðir er búin að búa þarna í 10 ár og ég hef ALDREI heimsótt hann...... já, ég veit, ég skammast mín líka. En allavega, hann pabbi kallinn er að verða sextugur og að því tilefni ætlum við að hittast öll í Færeyjum og fagna. Það verður kátt á hjalla enda stór fjölskylda á ferð, m&p, 5 börn, 4 makar og 7 grislingar:)
Ferðasagan kemur síðar
Védís
Að öðru og ekki síður skemmtilegu..... Færeyjaferð á miðvikudaginn. Loksins fer ég til Færeyja. Siggi bróðir er búin að búa þarna í 10 ár og ég hef ALDREI heimsótt hann...... já, ég veit, ég skammast mín líka. En allavega, hann pabbi kallinn er að verða sextugur og að því tilefni ætlum við að hittast öll í Færeyjum og fagna. Það verður kátt á hjalla enda stór fjölskylda á ferð, m&p, 5 börn, 4 makar og 7 grislingar:)
Ferðasagan kemur síðar
Védís
torsdag den 9. august 2007
Myndir úr ljótufatapartý
http://www.blog.central.is/fjolzen/index.php?page=albums&action=showalbum&id=62744
Hehehehehhh, kíkið á þetta:) Já, alveg rétt, ef þetta opnast ekki í explorer prófið þá firefox......
Hef annars lítin tíma til að blogga - mjög upptekin í að njóta góða veðursins
Védís
Hehehehehhh, kíkið á þetta:) Já, alveg rétt, ef þetta opnast ekki í explorer prófið þá firefox......
Hef annars lítin tíma til að blogga - mjög upptekin í að njóta góða veðursins
Védís
Abonner på:
Opslag (Atom)