tirsdag den 28. august 2007

Flutningur

Það er allt á fullu þessa dagana. Fjölskyldan flytur á föstudaginn og þar með lýkur 4 ára dvöl hennar á Öresundskolliginu. Verið er að pakka niður og undirbúa þennan merkilega dag. Lyklarnir af nýju íbúðinni verða sóttir með viðhöfn á fimmtudagsmorguninn. Búast má við einhverju sambandsleysi þegar komið verður í nýju íbúðina eins og alltaf er.

Annars voru Færeyjar frábærar. Héldum okkur að mestu á Suðurey, fékk að smakka skerpikjöt, en missti því miður af Grindhvalnum, sem borðaður var daginn eftir að ég yfirgaf klettana. Vedis og börnin voru nefnilega 2 dögum lengur en ég. Takk kærlega fyrir skemmtilegan tíma og sérstakar þakkir til Sigga og Karenar fyrir móttökurnar.

Þórir

Ingen kommentarer: