mandag den 13. august 2007

Ámákur-fjölskyldan flytur sig um stað.....

já, loksins tókst mér að sannfæra húsbóndann að 40 fm íbúð á Öresundskollegíinu sé of lítil fyrir 4 manna fjölskyldu! Þann 1. sept nk. munum við flytja í helmingi stærri íbúð hér á Amager. Íbúðin er æði - við fáum þvottavél - uppþvottavél - þurrkara - fallegt og skemmtilegt eldhús - glugga í 3 áttir - svalir og verönd! Ég hlakka svo til:)
Að öðru og ekki síður skemmtilegu..... Færeyjaferð á miðvikudaginn. Loksins fer ég til Færeyja. Siggi bróðir er búin að búa þarna í 10 ár og ég hef ALDREI heimsótt hann...... já, ég veit, ég skammast mín líka. En allavega, hann pabbi kallinn er að verða sextugur og að því tilefni ætlum við að hittast öll í Færeyjum og fagna. Það verður kátt á hjalla enda stór fjölskylda á ferð, m&p, 5 börn, 4 makar og 7 grislingar:)

Ferðasagan kemur síðar
Védís

Ingen kommentarer: