Ég borðaði skötu í gær. Þessi nýja íslenska fiskbúð á Amagerbrogade er alger himnasending fyrir íslenska samfelagið í Kaupmannahöfn. Þar er hægt að kaupa allan fjandan (á reyndar illa við að orða þetta svona á sjalfan aðfangadag jóla): ýsu, löngu, keilu, þorsk, kindakæfu, harðfisk, slátur, bjúgu, sigin fisk og kæsta skötu. Sem húsbóndi á mínu heimili tók ég ekki annað í mál en að sjóða skötuna inni í eldhúsi með alla glugga lokaða (les. opnaða) . Restin borðaði ómerkilegan saltfisk. Nú mega jólin koma.
Þórir
mandag den 24. december 2007
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar