fredag den 28. december 2007

Jólin á enda

Jólunum lauk í Danmörku í gær. Á þriðja í jólum henda danirnir öllu draslinu út og undirbúa áramótin. Jólin okkar voru afskaplega fín. Að venju var borðaður fyltur kalkúnn og jarðaberjabætingur í dessert. Fjalar Hrafn smakkaði ekki á aðalréttinum en borðaði vel af dessertinum (borðaði Auðar líka). Auður Ísold hins vegar borðaði vel af kalkún og kartöflum. Eftir að hafa sett uppþvottavélina i gang hófst svo takaupppakka. Börnin komu okkur foreldrunum á óvart með að vera ekkert að drífa sig að opna allt. Heldur þurftum við að benda þeim á að það væru fleiri pakkar undir trénu en þeir sem innhéldu Transformers og læknatöskuna. Reyndar held ég að Auður hafi verið mest hrifnust af síðustu gjöfinni sem innihélt "Gligg-glogg" skó. "Gligg-glogg" skór eru skór sem heyrist gligg-glogg í þegar gengið er, öðru nafni "háhælaðir skór." Við hjónaleysin gáfum hvort öðru jólahjálma og börnunum Liverpool-búning.
A jóladag héldum við jólakaffi fyrir þá fáu íslendinga sem voru i Kaupmannahöfn um þessi jól. Ingibjörg&Óli, Björgvinsson&Elín, Kristján&Herdís, Halldóra&Isold og Beta (Baui var heima með veikan Baldur) lítu við rétt eftir 4, þar sem drukkið var súkkulaði og kökum etnar.
Annar í jólum var svo KEA-hangikjötið borðað, mmmmm.

Eg er búinn að setja inn nyjar myndir fra nóvember og desember.

Þórir

Ingen kommentarer: