fredag den 28. marts 2008

einstæð móðir með 2 börn

ég vorkenni sjálfri mér alveg einstaklega mikið þessa dagana. Þórir er í Salsburg síðan á þriðjudag og allt liggur því að mér þessa daganna..... krakkarnir búin að vera frá 8-5 á leikskólanum alla vikuna og ég með geðveikt samviskubit.

tirsdag den 18. marts 2008

Dagurinn var 17. mars...... úti var stórhríð......... næstum því ófært heim. En komumst að lokum og þá var tekið til við að búa til snjókarl og renna sér (lesist: láta mömmu hlaupa fram og til baka á veröndinni með tvær snjóþotur í eftirdragi). Þvílík gleði! Fjalar brýndi fyrir öllum sem fóru út úr húsi í morgun að þeir mættu ekki skemma snjókarlinn. Held samt að hann geti ekkert gert við sólargeislunum, þótt stjórnsamur sé!
Við leggjum af stað í páskafríið okkar á morgun. Tókum á leigu bústað við Ulvborg á Jótlandi og ætla Ingibjörg, Óli, Björn Rafnar og Úlfur Snorri að koma með okkur. Það verður borðað íslenskt páskalamb og páskaegg, drukkinn odense classic og spilað. Ohhhh, notalegt:)

Gleðilega páska, kæra fjölskylda og vinir nær og fjær og étið nú á ykkur gat.

lørdag den 15. marts 2008

Tvíhjól

Fjalar Hrafn lærði að hjóla í dag. Við feðgarnir fundum okkur gott plan við næsta barnaskóla og tókum hjálparadekkin af. Því næst hjálpaði ég honum upp á hjólið og ýtti honum af stað. Hann byrjaði að hjóla "med det samme". Hann á þó enn erfitt með að koma sér af stað en er orðinn ansi lunkinn við að stoppa. Fjalar tilkynnti mér svo að hjálparadekkin ættu nú að fara í ruslið. Ætli við förum ekki aftur á morgun og æfum hann eitthvað meiri. Ekki er annað hægt að segja enn hann hafi verið ánægður með sjálfan sig eftir afrek morgunsins.

Þórir

mandag den 10. marts 2008

Komin heim frá Berlín.... það var villt gaman - efni í heila færslu sem ég hef ekki tíma (né orku) til að skrifa núna. Ætlaði nú bara aðallega að tilkynna nýjustu tónleikamiðakaup........og það er sko ekkert slor!

LOU REED í óperunni þann 7. júlí þar sem hann mun bara spila lögin af frægustu plötu sinni BERLIN. Lýsingin er eftirfarandi:


"Med sig på turnéen har Lou Reed et 30-mand stort ensemble inkl. hans band, et børnekor, en stryger- og hornsektion samt spektakulære film og visuals til at akkompagnere musikken. I den noget udsædvanlige opsætning ligger dermed kimen til det, der kan vise sig at blive en af sommerens største koncertoplevelser i Danmark. Anmeldelserne er i hvert fald ikke til at tage fejl af:"Berlin is one of the most chilling but absorbing shows in rock history." - The Guardian"Berlin is the wonder, a devastating reminder of what rock can be." - The Independent"

Þá er málið að setja Reedinn inn á ipodinn:)

Indtil senere
Védís

fredag den 7. marts 2008

AFSAKIÐ HLÉ

jæja, þá er bara strax komið að því. Þessir tveir leiðinlegustu mánuðir ársins eru strax liðnir án þess að ég tæki eftir því...... og ég á leið til Berlín í kvöld ásamt 14 øresundspæjum, fyrrverandi ásamt núverandi. Síðast þegar ég fór til Berlínar var ég svo heilluð af borginni að ég labbaði mig af stað í fæðingu:) Ég væri til í prófa að búa í þessari borg í smá tíma - ótrúlega mikil saga og mikið sem þarf að skoða.
Býst samt ekki að það verði mikið gert af því núna.... eina menningarlega sem ég ætla að gera er að smakka fullt af góðum, þýskum bjór....... þar sem ég fékk ekkert að smakka af honum síðast þegar ég var í Berlín. Annað sem við ætlum að gera er að fara út að borða á blindraveitingastað! þ.e. á stað þar sem er kolsvartamyrkur. Get ekki ímyndað mér hvernig það virkar. Spurning hvort maður fái smekk á staðnum eða ætti að taka með sér einn:) :) Segi ykkur allt um þetta þegar ég kem til baka.

Þar til síðar, ávídasín

Védís