Dagurinn var 17. mars...... úti var stórhríð......... næstum því ófært heim. En komumst að lokum og þá var tekið til við að búa til snjókarl og renna sér (lesist: láta mömmu hlaupa fram og til baka á veröndinni með tvær snjóþotur í eftirdragi). Þvílík gleði! Fjalar brýndi fyrir öllum sem fóru út úr húsi í morgun að þeir mættu ekki skemma snjókarlinn. Held samt að hann geti ekkert gert við sólargeislunum, þótt stjórnsamur sé!
Við leggjum af stað í páskafríið okkar á morgun. Tókum á leigu bústað við Ulvborg á Jótlandi og ætla Ingibjörg, Óli, Björn Rafnar og Úlfur Snorri að koma með okkur. Það verður borðað íslenskt páskalamb og páskaegg, drukkinn odense classic og spilað. Ohhhh, notalegt:)
Gleðilega páska, kæra fjölskylda og vinir nær og fjær og étið nú á ykkur gat.
tirsdag den 18. marts 2008
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar