tirsdag den 18. marts 2008

Dagurinn var 17. mars...... úti var stórhríð......... næstum því ófært heim. En komumst að lokum og þá var tekið til við að búa til snjókarl og renna sér (lesist: láta mömmu hlaupa fram og til baka á veröndinni með tvær snjóþotur í eftirdragi). Þvílík gleði! Fjalar brýndi fyrir öllum sem fóru út úr húsi í morgun að þeir mættu ekki skemma snjókarlinn. Held samt að hann geti ekkert gert við sólargeislunum, þótt stjórnsamur sé!
Við leggjum af stað í páskafríið okkar á morgun. Tókum á leigu bústað við Ulvborg á Jótlandi og ætla Ingibjörg, Óli, Björn Rafnar og Úlfur Snorri að koma með okkur. Það verður borðað íslenskt páskalamb og páskaegg, drukkinn odense classic og spilað. Ohhhh, notalegt:)

Gleðilega páska, kæra fjölskylda og vinir nær og fjær og étið nú á ykkur gat.

Ingen kommentarer: