Fjalar Hrafn lærði að hjóla í dag. Við feðgarnir fundum okkur gott plan við næsta barnaskóla og tókum hjálparadekkin af. Því næst hjálpaði ég honum upp á hjólið og ýtti honum af stað. Hann byrjaði að hjóla "med det samme". Hann á þó enn erfitt með að koma sér af stað en er orðinn ansi lunkinn við að stoppa. Fjalar tilkynnti mér svo að hjálparadekkin ættu nú að fara í ruslið. Ætli við förum ekki aftur á morgun og æfum hann eitthvað meiri. Ekki er annað hægt að segja enn hann hafi verið ánægður með sjálfan sig eftir afrek morgunsins.
Þórir
lørdag den 15. marts 2008
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar