jæja, þá er bara strax komið að því. Þessir tveir leiðinlegustu mánuðir ársins eru strax liðnir án þess að ég tæki eftir því...... og ég á leið til Berlín í kvöld ásamt 14 øresundspæjum, fyrrverandi ásamt núverandi. Síðast þegar ég fór til Berlínar var ég svo heilluð af borginni að ég labbaði mig af stað í fæðingu:) Ég væri til í prófa að búa í þessari borg í smá tíma - ótrúlega mikil saga og mikið sem þarf að skoða.
Býst samt ekki að það verði mikið gert af því núna.... eina menningarlega sem ég ætla að gera er að smakka fullt af góðum, þýskum bjór....... þar sem ég fékk ekkert að smakka af honum síðast þegar ég var í Berlín. Annað sem við ætlum að gera er að fara út að borða á blindraveitingastað! þ.e. á stað þar sem er kolsvartamyrkur. Get ekki ímyndað mér hvernig það virkar. Spurning hvort maður fái smekk á staðnum eða ætti að taka með sér einn:) :) Segi ykkur allt um þetta þegar ég kem til baka.
Þar til síðar, ávídasín
Védís
fredag den 7. marts 2008
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar