Er ekki kominn tími til að hefja dagbókarskrif aftur? Hið löglega bloggsumarfrí varð aðeins lengra en það átti að vera.
Ég ætla rétt að stikla á stóru hvað er búið að gerast síðan síðast.
María kom þann 15. maí og var í 3 mánuði að vinna. Friðrik kærastinn hennar kom og var í 5 vikur
Við fórum til Íslands þann 13. júní
-útskrift hjá Ásu systur
-ættarmót
-austurferð
-systkina/foreldra hittingur
-o.fl o.fl
Krakkarnir urðu eftir hjá ömmu sinni og afa
Við Þórir notuðum tækifærið og laumuðumst í ráðhúsiðJ þann 4. júlí.
Halldór, Sandra, Kristinn og Eva komu í heimsókn og við fórum í sumarbústað á Djurslandi
Þórir komst loksins í Legoland – langþráð stund
Ég fór í gönguferð á Kulleberg í Svíþjóð síðustu helgi. Var alveg búin að gleyma hvað mér finnst frábært að ganga (þ.e. upp hóla og hæðir). Maður gengur svosem alveg helling hérna í Dk en aldrei þannig að maður fer forpústaðurJ
Við erum annars búin að ákveða að flytja til Íslands næsta sumar og mig er farið að hlakka mjög mikið til. Það var svo skemmtilegt á Íslandi síðast að ákvörðunin var tekin strax.
Annars, verð að þjóta í bili.
Védís
mandag den 8. september 2008
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
6 kommentarer:
Þetta hefur greinilega verið viðburðaríkt sumar hjá ykkur, svo ekki sé nú meira sagt :) Innilega til hamingju með laumuferðina í ráðhúsið, og ég hlakka til að fá ykkur heim til Íslands.
innilega til hamingju með ráðhúsferðina:)
þín var saknað á laugardaginn, en sjáumst við ekki í október?
sædís
æh, hvað ég hlakka til næsta sumar :-)
Við söknuðum þín á laugardaginn!
kem að sjálfsögðu í brúðkaupið:) hlakka rosa mikið til að sjá ykkur allar.
Innilega til hamingju með ráðhúsferðina! Vonandi hafið þið haft það notalegt í sumar. Vona að við sjáumst eins og einu sinni áður en þið flytjið frá DK næsta sumar...
Kær kveðja,
Krissa
Innilega til hamingju med ferdina i radhusid!!! Vona ad this njotid sidasta arsins i dk.
Kaer kvedja,
Disa
Send en kommentar