tirsdag den 3. juli 2007

Eitthvað nýtt

Ég keypti nýtt hjól handa Fjalari Hrafni í dag. Eins og komið hefur fram á dagbókinni var hjólinu hans, sem við keyptum í mars, stolið fyrir 3 vikum síðan. Ég, tryggingastærðfræðingurinn, fór í tryggingafélagið TopDanmark og fékk hjólið bætt og notaði bæturnar til að kaupa nýtt hjól. Er svo búinn að nota síðasta klukkutíma til að pússla því saman svo það verði tilbúið þegar hann kemur heim í næstu viku. Hef annars notað þessa einmanna daga til að vinna eins og mother******. Fór reyndar á tónleika í gærkveldi til að brjóta vinnudaginn aðeins upp. Store-Vega bauð upp á Modest Mouse. Í stuttu máli sagt: gargandi snilld! Tveir trommuleikarar, alger snilld!

Þórir

Ingen kommentarer: