mandag den 16. juli 2007

Gullkorn fjögurra ára barns

Síðasta föstudag átti FH erfitt með að festa svefn og var ástæðan fyrirhuguð afmælisveisla á laugardeginum. Drengurinn bylti sér og velti og kallaði oft á mömmu sína sem var orðin frekar pirruð, enda átti alltof mikið eftir að gera í afmælisundirbúningi. Eitt skiptið þegar mamman fór inn til að árétta það að nú yrði hann að sofna, sagði FH sitt besta gullkorn fram til þessa og eftirfarandi kemur hluti af okkar samræðum......
FH: "Mamma, ég vil ekki fá fleiri pakka!"
Mamman (mjög hissa): "Nú.... eigum við þá ekki að halda afmælisveisluna?"
FH: "Jújú, en ég vil ekki fá fleiri pakka"
Mamman (enn meira hissa): "Nú, en af hverju viltu ekki fá fleiri pakka?"
FH: "Jú sko, það er eiginlega ekki pláss fyrir meira dót í herberginu mínu, þess vegna vil ég ekki fá fleiri pakka"...... Hvaða 4 ára barn vill ekki fá pakka vegna plássleysis - ég er þrítug og finnst æðislegt að fá pakka!

Védís

Ingen kommentarer: