Á mánudaginn kl. 11 gerði ég mér ferð niður í Sendiráð á Norðurbryggju þar sem mig vantaði nýtt vegabréf. Í morgun kl. 11 lá svo nýja vegabréfið í póstkassanum mínum. Ferlið tók s.s. aðeins 2 daga, fyrst meðhöndlun umsóknarinnar hér í Köben, því næst útbúningur vegabréfsins á Íslandi og að lokum sendingin frá Íslandi til Kaupmannahafnar.
Ef ég hefði hins vegar verið að sækja um danskt vegabréf hefði ferlið án efa tekið lengri tíma. Fyrst hefði ég örugglega þurft að fara í passamyndatöku, því næst í heillanga biðröð til að geta sótt um vegabréfið..... svo af því að tölvukerfin hjá danska ríkinu virðast ekki vera samtengd þá hefði örugglega þurft að senda vegabréfið á milli stofnanna með póstinum fyrir mismunandi áritanir osfrv. Ferlið hefði án efa tekið amk. 3 vikur, jafnvel lengri tíma af því að nú er lokað vegna sumarleyfa (því konsepti kynntist ég fyrst þegar ég flutti hingað)!
En allavega, ég er komin með vegabréfið í hendurnar og geta byrjað að hlakka til Færeyjaferðarinnar:)
Védís
onsdag den 18. juli 2007
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
1 kommentar:
Loosen [url=http://www.COOLINVOICES.COM]invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive gifted invoices in bat of an eye while tracking your customers.
Send en kommentar