lørdag den 21. juli 2007

Ég er að fara í ljótufatapartý á eftir og hef af því tilefni fjárfest í þeim allra ljótasta kjól sem ég hef á ævinni séð. Hann er með ljósbláu, ljósfjólubláum, ljósbrúnu og hvítu blómamynstri, rykktum púffermum með axlarpúðum og plísseruðu pilsi! Ég hlakka svo til að sjá hvort einhverjum hefur tekist að finna ljótari föt en mér, hehhehehe:) Ég ætla líka að mæta með myndavélina og taka myndir af öllu ruglaða fólkinu sem er búið að eyða síðustu tveimur dögum í rauða kross búðum Kaupmannahafnar.

Af okkur er fínt að frétta. Við notuðum þennan laugardag í að fara á Þjóðmynjasafnið, www.nationalmusee.dk þar sem krakkarnir gátu kynnst gömlum tímum í gegnum leik. Veðurfræðingarnir okkar góðu keppast við að spá rigningu en veðrið er búið að vera udmærket!
Auður Ísold er rosalega dugleg leikskólastelpa..... hún nýtur sín vel og er farin að sofna kl. 8 á kvöldin..... yesss!

Set ljótufatamyndir inn bráðlega

Védís

1 kommentar:

Heiða Björk sagde ...

hehehe þessi kjóll hljómar alveg undursamlega ljótur! hlakka til að sjá myndir :o)