Við hjóluðum niður á Amager Strand í gær...... sem er kannski ekkert nýnæmi nema hvað krakkakrílin hjóluðu sjálf alla leiðina niður á strönd, sem er dágóður spotti; 2,5 km. Á ströndinni var afskaplega þægilegur hiti og við nutum þess að vaða, skoða kræklinga, krabba og kúskeljar. Endað var með ís og svo fengu krakkarnir far í kristjaníuhjólinu góða ásamt hjólunum sínum...... ótrúlegt hvað hægt er að koma fyrir í svona hjólum. Skemmtilegur fjölskyldudagur í gær.
Védís
mandag den 16. juli 2007
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar