Komum heim í gærdag. Börnin voru eins og englar i fluginu eins og þau hefðu ekki gert annað. Fjalar Hrafn vakti alla leiðina og dundaði sér við að spila við pabba sinn og horfa á sjónvarpið. Auður Ísold svaf hálfa leiðina enda fór hún seint að sofa kvöldið áður. Eftir 4 tíma stopp á kolliginu fór ég á tónleika með Clap Your Hands Say Yeah! Tónleikarnir fengu 3 af 6, ekki nógu gott. Þeir virtust vera eitthvað andlausir, búnir eflaust að vera á löngu tónleikaferðalagi. Annað voru nú tónleikarnir í síðustu viku með Modest Mouse sem fá 5 af 6.
Auður Isold mætti í fyrsta sinn á leikskólann nýja í morgun. Mamman fór með henni til halds og trausts en sú litla varð heldur súr þegar hún sá að móðir hennar ætlaði með í rútuna. Því hefur verið tekin sú ákvörðun að hún fari ein með rútunni í fyrramálið, eftir einungis einn dag í aðlögun. Hún er búin að bíða eftir þessum degi í marga mánuði.
Ætlum að halda upp á afmælið hans Fjalars á laugardagsmorguninn. Síðustu tvö ár hefur afmælið farið fram í 30 stiga hita úti í garði þar sem allir eru berir að ofan. Að þessu sinni verður afmælið þó haldið innandyra vegna veðurs.
Þórir
torsdag den 12. juli 2007
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
1 kommentar:
Velkomin heim!
mér lýst mjög vel á þetta nýja blogg hjá ykkur enda gat ég aldrei kommentað á neitt á því gamla.. Það var gaman að sjá ykkur öll um daginn þótt stutt hafi verið, gott að þið tókuð ekki sólin með ykkur :o)
Send en kommentar