fredag den 26. december 2008

Af hverju í ósköpunum fór maður ekki heim til fjölskyldunnar þessi jólin. Ég er með ægilega mikla heimþrá og tómleikatilfinningu. Annars er það þessi feisbúk, smeisbúk sem er tímaþjófurinn þessa daganna. Langar eiginlega ekki að vera memm á henni lengur...... getur maður hætt?

fredag den 24. oktober 2008

Danski afmælissöngurinn

I dag er det Isolds Fødselsdag
Hurra! Hurra! Hurra!
Hun sikkert sig en gave får
som hun har ønsket sig i år
med dejlig chokolade med kager til.

Hvor smiler hun, hvor er hun glad
Hurra! Hurra! Hurra!
Men denne dag er også rar
for hjemme venter mor og far
med dejlig chokolade med kager til.

Og når hun hjem fra skolen går
Hurra! Hurra! Hurra!
så skal hun hjem og holde fest
og hvem der kommer med som gæst
får dejlig chokolade med kager til.

Til slut vi råber højt i kor:
Hurra! Hurra! Hurra!
Gid Isold længe leve må
og sine ønsker opfyldt få
-og dejlig chokolade med kager til.

Auður Ísold er 4 ára í dag.








Hún á ammæli í da.... hún AurÍsol.... hún er fjögr’ára í dag” og síðan var reynt að ýta pakkanum að henni ..... en afmælisbarnið svaf bara áfram á sínu græna. Þá var fylgt á eftir með “happíbuffdei tojú.... happíbuffdei tojú” og þá loksins tókst að vekja dömuna. Stóri bróðirinn gaf henni fjarstýrða bílinn sem hún hafði óskað sér og hún fékk dúkkuhús frá foreldrunum sem hún var himinlifandi með og byrjaði strax að leika sér með.Eftir að hafa leikið smá var farið í leikskólann í fína afmæliskjólnum, með bleika köku og fjarstýrða kappakstursbílinn í pokaJ. Mikið fannst henni þetta gaman – naut sín alveg til botns.Kvöldið fer síðan í að undirbúa afmælisveislu morgundagsins.... og að horfa á úrslitin í Talent2008.

fredag den 12. september 2008

Í dag er afmælisdagurinn hennar Maríu. Innilega til hamingju með daginnJ, okkar kæra María. Hlökkum til að heimsækja ykkur til Stokkhólms.

Védís

torsdag den 11. september 2008

Street Cut

Alveg síðan ég klippti mig í vor hefur Auður Ísold verið öfundsjúk. Á mánudaginn ákváðum við loksins að láta undan eftir að hún tilkynnti að hún vildi ekki lengur vera stelpa – vill vera strákur með stutt hár og geta hjólað hratt án hjálparadekkja (veit ekki alveg hvernig sú tenging kom upp). Ég dreif mig því í að panta tíma í klippingu fyrir okkur báðar og frá og með næsta laugardegi mun AÍ vera með topp og styttra hár. Held samt að ég leggi ekki alveg í drengjakollinn því þó að hún vilji endilega vera strákur þá finnst henni samt bleikir og sterkir litir fallegastir og þverneitar að fara í brúnu flauelsbuxurnar & peysuna sem ég var að kaupa handa henni. Verð þó að viðurkenna að ég er ekki alveg að sjá að hún þori að fara upp í stólinn hjá honum Ægi klippara - kannski ef hann klippir mig fyrst. Leyfi ykkur að fylgjast með og set jafnvel inn myndir bráðlega.

Védís

mandag den 8. september 2008

Er ekki kominn tími til að hefja dagbókarskrif aftur? Hið löglega bloggsumarfrí varð aðeins lengra en það átti að vera.

Ég ætla rétt að stikla á stóru hvað er búið að gerast síðan síðast.

María kom þann 15. maí og var í 3 mánuði að vinna. Friðrik kærastinn hennar kom og var í 5 vikur
Við fórum til Íslands þann 13. júní
-útskrift hjá Ásu systur
-ættarmót
-austurferð
-systkina/foreldra hittingur
-o.fl o.fl

Krakkarnir urðu eftir hjá ömmu sinni og afa
Við Þórir notuðum tækifærið og laumuðumst í ráðhúsiðJ þann 4. júlí.
Halldór, Sandra, Kristinn og Eva komu í heimsókn og við fórum í sumarbústað á Djurslandi
Þórir komst loksins í Legoland – langþráð stund
Ég fór í gönguferð á Kulleberg í Svíþjóð síðustu helgi. Var alveg búin að gleyma hvað mér finnst frábært að ganga (þ.e. upp hóla og hæðir). Maður gengur svosem alveg helling hérna í Dk en aldrei þannig að maður fer forpústaðurJ

Við erum annars búin að ákveða að flytja til Íslands næsta sumar og mig er farið að hlakka mjög mikið til. Það var svo skemmtilegt á Íslandi síðast að ákvörðunin var tekin strax.
Annars, verð að þjóta í bili.

Védís

mandag den 2. juni 2008

Fremad Amager-Glostrup: 2-0

...urðu úrslitin í fyrsta fótboltaleiknum sem við feðgarnir fórum saman á. Er það ekki draumur hvers fótboltaáhugamanns að fara með syni sínum á völlum? Sá draumur hefur ræst hjá mér :) Liðin eru í þriðju efstu deild hér í Danmörku og er Fremad Amager að berjast um fyrsta sætið við Roskilde og situr eins og er í 2 sæti, tveimur stigum á eftir Roskilde þegar 3 leikir eru eftir. Leikurinn fór fram í 25 stiga hita á miðri Amager. Fyrra markið kom rétt fyrir hlé og það seinna um miðjan síðari hálfleik. Fjalar skemmti sér mjög vel og mest hrifinn af því þegar markmennirnir spörkuðu hátt og langt. Við yfirgáfum völlinn í hálfleik með bros á vörum og hlökkum til næsta leiks á Sundby Itrætspark í ágúst.
Þórir

søndag den 25. maj 2008

Þú getur verið dómarinn, Auður Ísold

Fjalar er mikill áhugamaður um fótbolta og getur eytt tímanum saman í sparka, skalla og verja bolta. Eitt skipti sem oftar fórum við feðgarnir, ásamt Auði Ísold, niður á tún til að spila fótbolta. Við spörkuðum á milli meðan Auði horfði á. Svo kom að því að Auður vildi vera með. Fjalar Hrafn var ekki alveg að vilja leyfa henni það. Eftir nokkrar umræður félst hann á að leyfa henni að vera með. Þú getur verið dómarinn, Auður Ísold! Hlutverk dómarans, að sögn Fjalars, er að dómarinn horfir á en sækir svo boltann þegar hann fer útaf. Þar með fékk Auður Ísold hlutverk í fótboltaleiknum án þess að skemma fyrir okkur strákunum.

Þórir

lørdag den 19. april 2008

Verkfall

Það er verkfall i Danmörku. Leikskólakennarar og hjúkrunarfrædingar hafa fellt niður verkin. Sem betur fer hefur leikskóli barnanna ekki lagt niður vinnu þar sem leikskólinn er í öðru verkalýðsfélagi sem samþykkt hefur samninga við ríkið, þó með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Ef svo fer að samningarnir verði felldir, byrjar verkfall 14.maí. Það hefur því ekki áhrif á væntanlega Koloni-ferð barnanna. Fjalar er að fara í sína aðra koloni-ferð en Auður sína fyrstu. Fjalar hefur verið skipaður koloni-vinur systur sinnar. Það er nefnilega hefð að þeir sem hafa farið í koloni áður eiga að leiðbeina þeim sem ekki hafa farið. Það eru nefnilega margar reglur sem hafa þarf í huga og kynna fyrir þeim nýju. Ferðin er að þessu sinni farin að morgni 6.maí og heimkoma áætluð 9.maí. Þetta eru s.s. 3 nætur með leikskólanum og engum foreldrum. Leikskólastýran er að fara í sína 31. koloniferð.

Þórir

fredag den 11. april 2008

Kominn tími


Það er kannski kominn tími á að ég skrifi eitthvað í þessa blessuðu dagbók. Fór á námskeið í Salzburg í lok mars mánaðar. Þar hitti ég þennan magnaða austuríkismann. Modern Talking aðdáandi númer 1. Ef vel er að gáð má sjá mannsnafn húðflúrað fyrir ofan hljómsveitarnafnið. Þar stendur Dieter Bohlen sem, en og allir góðir aðdáendur vita, er aðal forsprakki Modern Talking.
Þórir

fredag den 28. marts 2008

einstæð móðir með 2 börn

ég vorkenni sjálfri mér alveg einstaklega mikið þessa dagana. Þórir er í Salsburg síðan á þriðjudag og allt liggur því að mér þessa daganna..... krakkarnir búin að vera frá 8-5 á leikskólanum alla vikuna og ég með geðveikt samviskubit.

tirsdag den 18. marts 2008

Dagurinn var 17. mars...... úti var stórhríð......... næstum því ófært heim. En komumst að lokum og þá var tekið til við að búa til snjókarl og renna sér (lesist: láta mömmu hlaupa fram og til baka á veröndinni með tvær snjóþotur í eftirdragi). Þvílík gleði! Fjalar brýndi fyrir öllum sem fóru út úr húsi í morgun að þeir mættu ekki skemma snjókarlinn. Held samt að hann geti ekkert gert við sólargeislunum, þótt stjórnsamur sé!
Við leggjum af stað í páskafríið okkar á morgun. Tókum á leigu bústað við Ulvborg á Jótlandi og ætla Ingibjörg, Óli, Björn Rafnar og Úlfur Snorri að koma með okkur. Það verður borðað íslenskt páskalamb og páskaegg, drukkinn odense classic og spilað. Ohhhh, notalegt:)

Gleðilega páska, kæra fjölskylda og vinir nær og fjær og étið nú á ykkur gat.

lørdag den 15. marts 2008

Tvíhjól

Fjalar Hrafn lærði að hjóla í dag. Við feðgarnir fundum okkur gott plan við næsta barnaskóla og tókum hjálparadekkin af. Því næst hjálpaði ég honum upp á hjólið og ýtti honum af stað. Hann byrjaði að hjóla "med det samme". Hann á þó enn erfitt með að koma sér af stað en er orðinn ansi lunkinn við að stoppa. Fjalar tilkynnti mér svo að hjálparadekkin ættu nú að fara í ruslið. Ætli við förum ekki aftur á morgun og æfum hann eitthvað meiri. Ekki er annað hægt að segja enn hann hafi verið ánægður með sjálfan sig eftir afrek morgunsins.

Þórir

mandag den 10. marts 2008

Komin heim frá Berlín.... það var villt gaman - efni í heila færslu sem ég hef ekki tíma (né orku) til að skrifa núna. Ætlaði nú bara aðallega að tilkynna nýjustu tónleikamiðakaup........og það er sko ekkert slor!

LOU REED í óperunni þann 7. júlí þar sem hann mun bara spila lögin af frægustu plötu sinni BERLIN. Lýsingin er eftirfarandi:


"Med sig på turnéen har Lou Reed et 30-mand stort ensemble inkl. hans band, et børnekor, en stryger- og hornsektion samt spektakulære film og visuals til at akkompagnere musikken. I den noget udsædvanlige opsætning ligger dermed kimen til det, der kan vise sig at blive en af sommerens største koncertoplevelser i Danmark. Anmeldelserne er i hvert fald ikke til at tage fejl af:"Berlin is one of the most chilling but absorbing shows in rock history." - The Guardian"Berlin is the wonder, a devastating reminder of what rock can be." - The Independent"

Þá er málið að setja Reedinn inn á ipodinn:)

Indtil senere
Védís

fredag den 7. marts 2008

AFSAKIÐ HLÉ

jæja, þá er bara strax komið að því. Þessir tveir leiðinlegustu mánuðir ársins eru strax liðnir án þess að ég tæki eftir því...... og ég á leið til Berlín í kvöld ásamt 14 øresundspæjum, fyrrverandi ásamt núverandi. Síðast þegar ég fór til Berlínar var ég svo heilluð af borginni að ég labbaði mig af stað í fæðingu:) Ég væri til í prófa að búa í þessari borg í smá tíma - ótrúlega mikil saga og mikið sem þarf að skoða.
Býst samt ekki að það verði mikið gert af því núna.... eina menningarlega sem ég ætla að gera er að smakka fullt af góðum, þýskum bjór....... þar sem ég fékk ekkert að smakka af honum síðast þegar ég var í Berlín. Annað sem við ætlum að gera er að fara út að borða á blindraveitingastað! þ.e. á stað þar sem er kolsvartamyrkur. Get ekki ímyndað mér hvernig það virkar. Spurning hvort maður fái smekk á staðnum eða ætti að taka með sér einn:) :) Segi ykkur allt um þetta þegar ég kem til baka.

Þar til síðar, ávídasín

Védís

lørdag den 12. januar 2008

Þá er búið að festa kaup á flugmiðum til Berlínar, helgina 7. - 9. mars. Þótt ég sé búin að búa hér í Danmörku í næstum 5 ár, þá verð ég alltaf jafn hissa á verðlaginu..... fram og til baka með sköttum og öllu... 521 kr. og þar af 55 kr. fyrir að borga með visa korti og 88 kr. fyrir að vera með tösku í handfarangri.

Védís

fredag den 11. januar 2008

Er þetta ekki bara alveg týpískt??? Krakkarnir ekki búnir að vera 1x veikir í meira en 1/2 ár og verða svo veikir um leið og ég byrja í nýrri vinnu og Þórir er í uppgjörsmánuði..... Ég veit, ég hljóma dáldið eigingjörn, maður á náttúrlega ekkert að vera að spá í þessu... börn verða bara veik og auðvitað er það ekkert skemmtilegt að vera með lungnabólgu eins og FH er búin að vera með eða flensu eins og AÍ er með núna!!!! En samt........
AÍ er s.s. búin að vera veik síðan á þriðjudagskvöld og er að hressast núna. Þá er bara að vona að þau nái hrista allar svona pestir af sér næstu mánuðina.

Nóg um það.... ég hef líka skemmtilegar fréttir að færa. Í gærkvöldi var ákveðið að fara í stelpuferð til Berlínar í byrjun mars... ohhh, ég hlakka svo til.... ég hef farið 1x til Berlínar og borgin hafði mikil áhrif á mig, enda ótrúleg saga hennar.
Við gistum hjá henni Rut, sem var í saumaklúbbnum hér í Dk, en flutti í September. Það eru m.a.s. nokkrar frá Íslandi sem ætla kannski að koma með.

á vída sín,
(er þetta ekki þýsk kveðja... allavega hljóðfræðilega rétt).
Védís

mandag den 7. januar 2008

Lungnabólgupésinn komin á ról og í leikskólann ásamt systur sinni, foreldrunum til mikillar gleði. Það er bara of mikið að inni í 9 daga samfleytt, jafnvel þó að maður búi vel og sé nýbúinn að fá fullt af fínu dóti í jólagjöf. Fólk var orðið nett pirrað á sjúklingnum og sjúklingurinn á fólki. En allavega, lífið er að komast í fastar skorður, jólin búin þótt ég fái mig ekki til að taka niður allt fallega jólaskrautið. Nú eru bara 5 vikur í Cure tónleika og við búin að fá pössun,hhehe, allaleið frá Íslandi. Það verður gaman. Nú er bara að setja Cure safnið inn á ipodinn og hita sig upp.

Sæl að sinni,
Védís

fredag den 4. januar 2008

Í dag er kalt, dimmt og vindur. Ekki besta veður sem sem hefur komið hér í henni Kaupmannahöfn. Framundan eru janúar og febrúar sem eru lengstu og leiðinlegustu mánuðir ársins..... hvað á maður nú að gera til að láta tímann líða? Hugmyndir?
Fór aðeins á útsölur í gær........ fjárfesti í skyrtu og vesti.
Er einhver til í spa í Sofiebaðinu..... anyone?

Kv. Védís