lørdag den 28. juli 2007

Ótrúleg lítil skotta

Fjalari Hrafni og Auði Ísold finnst gaman að slást og nota til þess fantabrögð sem maður hefði ekki getað ímyndað sér að 2 og 4 ára börn kynnu. T.d. að hoppa ofan á bakið á hvort öðru eins og maður sér í wrestling keppnunum og grípa hvort annað hálstaki. Þegar foreldrunum ofbýður fantaskapurinn þá skarast þau í leikinn með ýmsum ráðum. Rétt í þessu gengu þau fram af mér og ég sagði eitthvað á þessa leið....."hættiði þessu, börn.... þetta er stórhættulegt! Ég vil ekki sjá þetta hér á þessu heimili!".......... þá sagði Auður Ísold í mesta sakleysi; "en mamma, gerðu þá bara svona" og hélt fyrir augun á sér!!! Ég átti s.s. bara að halda fyrir augun ef ég vildi ekki sjá aðfarirnar hjá þeim. Hvað getur maður sagt þegar maður fær svona einlægt svar?

Védís

2 kommentarer:

Heiða Björk sagde ...

hihihi hún er greinilega algjör rófa :)

Anonym sagde ...

krúttan;)
ég vissi ekki að þú værir með blogg, mjög gaman að komast að því..;)