Jólunum lauk í Danmörku í gær. Á þriðja í jólum henda danirnir öllu draslinu út og undirbúa áramótin. Jólin okkar voru afskaplega fín. Að venju var borðaður fyltur kalkúnn og jarðaberjabætingur í dessert. Fjalar Hrafn smakkaði ekki á aðalréttinum en borðaði vel af dessertinum (borðaði Auðar líka). Auður Ísold hins vegar borðaði vel af kalkún og kartöflum. Eftir að hafa sett uppþvottavélina i gang hófst svo takaupppakka. Börnin komu okkur foreldrunum á óvart með að vera ekkert að drífa sig að opna allt. Heldur þurftum við að benda þeim á að það væru fleiri pakkar undir trénu en þeir sem innhéldu Transformers og læknatöskuna. Reyndar held ég að Auður hafi verið mest hrifnust af síðustu gjöfinni sem innihélt "Gligg-glogg" skó. "Gligg-glogg" skór eru skór sem heyrist gligg-glogg í þegar gengið er, öðru nafni "háhælaðir skór." Við hjónaleysin gáfum hvort öðru jólahjálma og börnunum Liverpool-búning.
A jóladag héldum við jólakaffi fyrir þá fáu íslendinga sem voru i Kaupmannahöfn um þessi jól. Ingibjörg&Óli, Björgvinsson&Elín, Kristján&Herdís, Halldóra&Isold og Beta (Baui var heima með veikan Baldur) lítu við rétt eftir 4, þar sem drukkið var súkkulaði og kökum etnar.
Annar í jólum var svo KEA-hangikjötið borðað, mmmmm.
Eg er búinn að setja inn nyjar myndir fra nóvember og desember.
Þórir
fredag den 28. december 2007
mandag den 24. december 2007
Skata
Ég borðaði skötu í gær. Þessi nýja íslenska fiskbúð á Amagerbrogade er alger himnasending fyrir íslenska samfelagið í Kaupmannahöfn. Þar er hægt að kaupa allan fjandan (á reyndar illa við að orða þetta svona á sjalfan aðfangadag jóla): ýsu, löngu, keilu, þorsk, kindakæfu, harðfisk, slátur, bjúgu, sigin fisk og kæsta skötu. Sem húsbóndi á mínu heimili tók ég ekki annað í mál en að sjóða skötuna inni í eldhúsi með alla glugga lokaða (les. opnaða) . Restin borðaði ómerkilegan saltfisk. Nú mega jólin koma.
Þórir
Þórir
onsdag den 19. december 2007
onsdag den 28. november 2007
Hætt á bleyju
Það kom loks að því að dóttir mín hætti á dag-bleyjunni. Fyrir rúmlega mánuði síðan var ákveðið að setja smá pressu og verðlauna hana ef hún gerði í klósettið. Verðlaunin voru ekki af verri endanum, sleikipinni í hvert skipti. Skemmst er frá því að segja að sleikipinnarnir voru ekki hreyfðir í 3 vikur (segir dálitið um þrjósku dóttur minnar). Það var ekki fyrr en síðasta laugardag að hún tók upp á því að byrja og strax fyrsta daginn fékk hún 3 sleikipinna og jafnmarga daginn eftir. Auðvitað var ekki hægt að neita Fjalari um sleikjó og fékk hann því í hvert sinn sem systir hann gerði í klósettið, einnig sleikjó. Syni mínum fannst þetta fyrirkomulag svo öldungis glæsilegt að hann var farinn að minna systur sína á það að það margborgaði sig að pissa nogu ands... oft. Það var orðið svo langt gengið að hvert skipti sem Fjalar þurfti að pissa fullvissaði hann systur sína um það að hún þyrfti líka að pissa svo hægt væri að verðlauna þau bæði.
Sleikipinnarnir eru búnir og dóttir mín er ennþá bleyjulaus. Við getum því með góðri samvisku sagt að bleyjuskipti á heimilinu heyri sögunni til.
Þórir
Sleikipinnarnir eru búnir og dóttir mín er ennþá bleyjulaus. Við getum því með góðri samvisku sagt að bleyjuskipti á heimilinu heyri sögunni til.
Þórir
tirsdag den 20. november 2007
Nýjir skór
Ég er farinn að spila innanhúsfótbolta á hverju mánudagskvöldi. Eftir að hafa fengið nóg af að spila fótbolta í körfuboltaskónum mínum keypti ég mér alvöru innanhúsfótboltaskó í gær. Fjalar Hrafn er mikill áhugamaður um fótboltaskó og var því heldur en ekki hrifinn af nýju skónum, og ekki skemmdi það fyrir að þeir eru að hluta til gyltir. Þegar við hjóluðum svo í leikskólann í morgun undraði hann sig á því að ég væri ekki í nýju fótboltaskónum og spurði hvers vegna svo væri. Ég útskýrði fyrir honum eins og var, að þetta væru einungis inniskór. Þá ráðlagði hann mér að hafa þá í poka með á morgun til að geta sýnt þá öllum sem ég þekki. Það er nefnilega mjög mikilvægt að allir sjái hversu flotta innanhúsfótboltaskó pabbi hefur keypt sér.
Þórir
Þórir
søndag den 11. november 2007
Musik
Sá Arcade Fire í KB-Hallen á miðvikudagskvöldið. Alger snilld! Ekki er hægt að segja það sama um upphitunarbandið, Wild Light. Hreinn viðbjóður!
Framboð á tónleikum í Kaupmannahöfn i ár hefur verið ótrúlegt og hef ég þurft að velja og hafna. Tónleikar sem ég hef ákveðið að fara á, frá deginum í dag eru: Jakobínarína í kvöld (er á gestalista :-)), Beirút eftir viku, The New Pornographers 27. nóv og Band of Horses og The Cure eftir áramót. Dæmi um þá tónleika sem ég fer ekki á: Editors, Fiery Furnaces, Gogol Bordello og Mugison, allir í nóvember.
Þórir
Framboð á tónleikum í Kaupmannahöfn i ár hefur verið ótrúlegt og hef ég þurft að velja og hafna. Tónleikar sem ég hef ákveðið að fara á, frá deginum í dag eru: Jakobínarína í kvöld (er á gestalista :-)), Beirút eftir viku, The New Pornographers 27. nóv og Band of Horses og The Cure eftir áramót. Dæmi um þá tónleika sem ég fer ekki á: Editors, Fiery Furnaces, Gogol Bordello og Mugison, allir í nóvember.
Þórir
torsdag den 8. november 2007
Villibörn......
.... má með sanni kalla börnin mín. Þau neita að láta tannbursta sig, greiða sér, þvo sér og klippa á sér neglurnar. Ef þau fengju sínum vilja framgengt þá myndu þau líta út eins og tröllabörn. Ég hef því stundum brugðið á það ráð að greiða þeim, þvo og klippa á þeim neglurnar meðan þau sofa, og það hefur yfirleitt ekki haft neina eftirmála............ fyrr en síðast þegar ég klippti á þeim neglurnar meðan þau sváfu. Stuttu eftir að þau vöknuðu kom Fjalar alveg öskureiður til mín...... "mamma. du har klippet mine kløer" (bein þýðing: mamma, þú ert búin að klippa KLÆRNAR mínar").
Védís
Védís
tirsdag den 6. november 2007
Jólin koma.......
...... eftir heilan 1 1/2 mánuð. Svo nú er bara að einbeita sér að því að loka augunum fyrir alls kyns auglýsingaráreiti þangað til 1. des svo maður verði ekki algjörlega ónæmur fyrir öllu fallega jóladótinu þegar jólin koma loksins.
ég var annars að kaupa mér gedveikan kjól í genbrug. Hann er svartur, grár og silfurlitaður..... ohhh, ég stóðst ekki mátið. Genbrug er málið.
Hilsen,
Védís
ég var annars að kaupa mér gedveikan kjól í genbrug. Hann er svartur, grár og silfurlitaður..... ohhh, ég stóðst ekki mátið. Genbrug er málið.
Hilsen,
Védís
lørdag den 27. oktober 2007
já þá er að láta allt fjúka.... vandamálið með mig og blog er að ég veigra mér við að skrifa af því að það tekur allt of langan tíma þar sem ég þarf að yfirvega hverja setningu vel og vandlega áður en ég skrifa hana.
Í dag héldum við formlega upp á 3. ára afmælið hennar AÍ. Eftir mikla baráttu inn á baði fyrir framan spegilinn, kom ég henni í þann kjól sem ég vildi hafa hana í (ef hún mætti ráða væri hún alltaf í buxum) og fékk að setja í hana tíkó (sem er mjög merkilegt því hingað til hefur hún þverneitað að vera með hár eins og Lína Langsokkur). Afmælið gekk eins og í sögu, AÍ var dáldið feiminn eins og venjulega þegar fólk sýnir henni meiri athygli en hún er vön- en var óskaplega glöð með allar gjafirnar, um leið og allir voru farnir, og hún gat farið að leika sér. Hún fékk t.d. eins konar perlur sem maður þarf ekki að hita til að haldist saman. Perlurnar eru frekar litlar og erfiðar, og í því sem AÍ var að prófa þær í fyrsta skiptið heyrði ég nýjasta frasann hennar.................. fyrst heyri ég nokkuð MARGAR perlur detta í gólfið og svo heyrist frá þeirri stuttu: "for helvede, for helvede, for helvede"!!!!! Veit ekki hvaðan barnið hefur þetta, allavega ekki frá mömmu sinni, heheh:)
Auður Ísold er að mörgu leiti sérstakt barn. Hún er skýr og skörp, taldi upp á 20 á tveggja ára afmælinu sínu, talar mikið og rétt og unir sér mjög vel. En hún er jafnframt þrjóskari en allt sem þrjóskt er og kom það snemma í ljós. T.d. kastaði hún upp á hverju miðvikudagskvöldi í heilt ár þegar mamman fór í saumaklúbb og hún var skilinn eftir hjá pabba sínum (þ.e. grenjaði þar til hún kastaði upp), hún fer ekki að sofa á kanínu (n.b. kanína hefur týnst tvisvar fyrir utan heimilið og í bæði skiptið hefur endað með að við höfum farið út að leita og sem betur fer fundið), hún neitar að nota klósett eða kopp, þótt hún finni mætavel hvenær hún þarf á klóið, og getur haldið í sér í 8 tíma...... áður en hún biður um bleyju. Hún harðneitar að láta greiða sér og það er langt síðan ég hætti að kaupa á hana föt án þess að hafa hana með í för (henni finnst mamma sín nefnilega hafa frekar lélegan fatasmekk). En þrátt fyrir þessa þrjósku er hún yndislegasta, fallegasta og skemmtilegasta stelpa í heimi.
Ég verð þó að viðurkenna að ég er ansi fegin að það eru allavega 8 ár þar til hún kemst á hinn skemmtilega unglingaaldur. Ég vona svo sannarlega að hún verði búin að læra að hafa stjórn á þrjósku sinni þegar þar að kemur.
kveðja Védís, hin kvíðafulla móðir.
Í dag héldum við formlega upp á 3. ára afmælið hennar AÍ. Eftir mikla baráttu inn á baði fyrir framan spegilinn, kom ég henni í þann kjól sem ég vildi hafa hana í (ef hún mætti ráða væri hún alltaf í buxum) og fékk að setja í hana tíkó (sem er mjög merkilegt því hingað til hefur hún þverneitað að vera með hár eins og Lína Langsokkur). Afmælið gekk eins og í sögu, AÍ var dáldið feiminn eins og venjulega þegar fólk sýnir henni meiri athygli en hún er vön- en var óskaplega glöð með allar gjafirnar, um leið og allir voru farnir, og hún gat farið að leika sér. Hún fékk t.d. eins konar perlur sem maður þarf ekki að hita til að haldist saman. Perlurnar eru frekar litlar og erfiðar, og í því sem AÍ var að prófa þær í fyrsta skiptið heyrði ég nýjasta frasann hennar.................. fyrst heyri ég nokkuð MARGAR perlur detta í gólfið og svo heyrist frá þeirri stuttu: "for helvede, for helvede, for helvede"!!!!! Veit ekki hvaðan barnið hefur þetta, allavega ekki frá mömmu sinni, heheh:)
Auður Ísold er að mörgu leiti sérstakt barn. Hún er skýr og skörp, taldi upp á 20 á tveggja ára afmælinu sínu, talar mikið og rétt og unir sér mjög vel. En hún er jafnframt þrjóskari en allt sem þrjóskt er og kom það snemma í ljós. T.d. kastaði hún upp á hverju miðvikudagskvöldi í heilt ár þegar mamman fór í saumaklúbb og hún var skilinn eftir hjá pabba sínum (þ.e. grenjaði þar til hún kastaði upp), hún fer ekki að sofa á kanínu (n.b. kanína hefur týnst tvisvar fyrir utan heimilið og í bæði skiptið hefur endað með að við höfum farið út að leita og sem betur fer fundið), hún neitar að nota klósett eða kopp, þótt hún finni mætavel hvenær hún þarf á klóið, og getur haldið í sér í 8 tíma...... áður en hún biður um bleyju. Hún harðneitar að láta greiða sér og það er langt síðan ég hætti að kaupa á hana föt án þess að hafa hana með í för (henni finnst mamma sín nefnilega hafa frekar lélegan fatasmekk). En þrátt fyrir þessa þrjósku er hún yndislegasta, fallegasta og skemmtilegasta stelpa í heimi.
Ég verð þó að viðurkenna að ég er ansi fegin að það eru allavega 8 ár þar til hún kemst á hinn skemmtilega unglingaaldur. Ég vona svo sannarlega að hún verði búin að læra að hafa stjórn á þrjósku sinni þegar þar að kemur.
kveðja Védís, hin kvíðafulla móðir.
onsdag den 24. oktober 2007
Afmæli
Auður Ísold er 3 ára í dag!
Fékk dúkkuvagn frá foreldrunum og bróður sínum i morgun. Hún tekur svo á móti deildinni sinni af leikskólanum eftir klukkutíma. Hin eginlega afmælisveisla verður svo haldin á laugardaginn. Búist er við hátt í 40 manns. Vona bara að það verði þokkalegt veður svo hægt verði að vera eitthvað úti við.
Þórir
Fékk dúkkuvagn frá foreldrunum og bróður sínum i morgun. Hún tekur svo á móti deildinni sinni af leikskólanum eftir klukkutíma. Hin eginlega afmælisveisla verður svo haldin á laugardaginn. Búist er við hátt í 40 manns. Vona bara að það verði þokkalegt veður svo hægt verði að vera eitthvað úti við.
Þórir
lørdag den 13. oktober 2007
Í sambandi
Finally, Endelig, loksins!
Án internets i einn og hálfan mánuð er ekki auðvelt. Fengum loks tenginguna til að virka á fimmtudaginn þegar við fengum tæknimann frá TDC sem komst fljótlega að því að mannleg mistök þeirra olli þessi skelfilega sambandsleysi. Internetbiðinni er hægt að skipta í tvö tímabil.
Án internets i einn og hálfan mánuð er ekki auðvelt. Fengum loks tenginguna til að virka á fimmtudaginn þegar við fengum tæknimann frá TDC sem komst fljótlega að því að mannleg mistök þeirra olli þessi skelfilega sambandsleysi. Internetbiðinni er hægt að skipta í tvö tímabil.
- Það tekur mánuð frá því að maður pantar internet frá Cybercity og etableringsdagurinn rennur upp.
- Hálfan mánuð tók að finna út hvort þetta væru TDC mistök eða Cybercity mistök og lagfæra.
Taka skal fram að heimasíminn er ekki kominn, þar sem Cybercity fokkaði upp pöntuninni og gaf okkur bara aðgang að internetinu. Er þó búinn að leiðrétta það og síminn kemur i næstu viku, +45-35148590.
Sjónvarpið fengum við byrjun mánaðarins. Viasat-mottakara til bráðabirgða vegna þess að biðtíminn hjá TDC, til að koma og draga kabal i húsið, er 5-6 manuðir. Eftir 3 vikna búsetu fengum við ruslatunnur. Þær voru tæmdar í fyrsta sinn á fimmtudaginn. Lyftan er ekki komin í gagnið einnig vegna TDC. Þeir þurfa nefnilega að setja upp einhvern neyðarsíma í lyftuna og það tekur sinn tima.
Annars er þetta afskaplega fín íbúð, og öllum líður vel. Erum búin að fá nokkar heimsóknir, María fyrst og svo tengdó í síðustu viku.
Þórir
tirsdag den 25. september 2007
Rumlega vika
Nu er einungis vika i ad vid faum internetid. Tha hefur processinn tekid 30 daga.
Sjonvarpid verdur tengt á morgun.
Þorir
Sjonvarpid verdur tengt á morgun.
Þorir
mandag den 10. september 2007
Utan þjónustusvæðis
Það má með sanni segja að við séum utan þjónustusvæðis. Fluttum í nýja íbúð 30. águst en fengum ekki heitt vatn fyrr en 4. september og erum enn ekki komið með sjónvarp, internet eða síma. Annars er íbuðin æðisleg. Med verönd i vestur, glugga í suður og svalir í austur. Sólin skín því inn til okkar allan daginn. Uppþvottavélin er mesta þarfaþing og ískápurinn rúmar vel nokkrar kippur af bjór. Börnin er afskaplega ánægð og spyrja sárasjaldan um að horfa á sjónvarp. Gæti trúað að sjónvarpsgláp þeirra hafi dregist saman um 80% síðan við fluttum. Við erum búin að koma okkar annars ágætlega fyrir, búin bora smá en vantar þó enn gardínur oþh.
Í Danmörku gerast hlutirnir hægt og því á ég ekki von á interneti fyrr en eftir 1½ - 2 vikur. Mun reyna að skrifa smá í vinnutimanum þar til.
Þórir
Í Danmörku gerast hlutirnir hægt og því á ég ekki von á interneti fyrr en eftir 1½ - 2 vikur. Mun reyna að skrifa smá í vinnutimanum þar til.
Þórir
onsdag den 29. august 2007
Tími tilhlökkunar og leiða
Nú er liðið á ágúst og það er sá mánuður sem ég kvíði mest á árinu. Af hverju????? Jú, íslendingar eru og verða alltaf íslendingar.... þeir flytja alltaf í burtu héðan frá okkur! Og ég skil það svosem alveg:)
En, Færeyjar voru stórbrotnar, ægifenglegar og ótrúlegar...... já, allt í sömu setningunni. Mér fannst frábært að hitta famelíuna alla saman komna og vona að við hittumst aftur í lok júní á næstu ári.
kv. Védís
En, Færeyjar voru stórbrotnar, ægifenglegar og ótrúlegar...... já, allt í sömu setningunni. Mér fannst frábært að hitta famelíuna alla saman komna og vona að við hittumst aftur í lok júní á næstu ári.
kv. Védís
tirsdag den 28. august 2007
Flutningur
Það er allt á fullu þessa dagana. Fjölskyldan flytur á föstudaginn og þar með lýkur 4 ára dvöl hennar á Öresundskolliginu. Verið er að pakka niður og undirbúa þennan merkilega dag. Lyklarnir af nýju íbúðinni verða sóttir með viðhöfn á fimmtudagsmorguninn. Búast má við einhverju sambandsleysi þegar komið verður í nýju íbúðina eins og alltaf er.
Annars voru Færeyjar frábærar. Héldum okkur að mestu á Suðurey, fékk að smakka skerpikjöt, en missti því miður af Grindhvalnum, sem borðaður var daginn eftir að ég yfirgaf klettana. Vedis og börnin voru nefnilega 2 dögum lengur en ég. Takk kærlega fyrir skemmtilegan tíma og sérstakar þakkir til Sigga og Karenar fyrir móttökurnar.
Þórir
Annars voru Færeyjar frábærar. Héldum okkur að mestu á Suðurey, fékk að smakka skerpikjöt, en missti því miður af Grindhvalnum, sem borðaður var daginn eftir að ég yfirgaf klettana. Vedis og börnin voru nefnilega 2 dögum lengur en ég. Takk kærlega fyrir skemmtilegan tíma og sérstakar þakkir til Sigga og Karenar fyrir móttökurnar.
Þórir
onsdag den 15. august 2007
mandag den 13. august 2007
Ámákur-fjölskyldan flytur sig um stað.....
já, loksins tókst mér að sannfæra húsbóndann að 40 fm íbúð á Öresundskollegíinu sé of lítil fyrir 4 manna fjölskyldu! Þann 1. sept nk. munum við flytja í helmingi stærri íbúð hér á Amager. Íbúðin er æði - við fáum þvottavél - uppþvottavél - þurrkara - fallegt og skemmtilegt eldhús - glugga í 3 áttir - svalir og verönd! Ég hlakka svo til:)
Að öðru og ekki síður skemmtilegu..... Færeyjaferð á miðvikudaginn. Loksins fer ég til Færeyja. Siggi bróðir er búin að búa þarna í 10 ár og ég hef ALDREI heimsótt hann...... já, ég veit, ég skammast mín líka. En allavega, hann pabbi kallinn er að verða sextugur og að því tilefni ætlum við að hittast öll í Færeyjum og fagna. Það verður kátt á hjalla enda stór fjölskylda á ferð, m&p, 5 börn, 4 makar og 7 grislingar:)
Ferðasagan kemur síðar
Védís
Að öðru og ekki síður skemmtilegu..... Færeyjaferð á miðvikudaginn. Loksins fer ég til Færeyja. Siggi bróðir er búin að búa þarna í 10 ár og ég hef ALDREI heimsótt hann...... já, ég veit, ég skammast mín líka. En allavega, hann pabbi kallinn er að verða sextugur og að því tilefni ætlum við að hittast öll í Færeyjum og fagna. Það verður kátt á hjalla enda stór fjölskylda á ferð, m&p, 5 börn, 4 makar og 7 grislingar:)
Ferðasagan kemur síðar
Védís
torsdag den 9. august 2007
Myndir úr ljótufatapartý
http://www.blog.central.is/fjolzen/index.php?page=albums&action=showalbum&id=62744
Hehehehehhh, kíkið á þetta:) Já, alveg rétt, ef þetta opnast ekki í explorer prófið þá firefox......
Hef annars lítin tíma til að blogga - mjög upptekin í að njóta góða veðursins
Védís
Hehehehehhh, kíkið á þetta:) Já, alveg rétt, ef þetta opnast ekki í explorer prófið þá firefox......
Hef annars lítin tíma til að blogga - mjög upptekin í að njóta góða veðursins
Védís
lørdag den 28. juli 2007
Ótrúleg lítil skotta
Fjalari Hrafni og Auði Ísold finnst gaman að slást og nota til þess fantabrögð sem maður hefði ekki getað ímyndað sér að 2 og 4 ára börn kynnu. T.d. að hoppa ofan á bakið á hvort öðru eins og maður sér í wrestling keppnunum og grípa hvort annað hálstaki. Þegar foreldrunum ofbýður fantaskapurinn þá skarast þau í leikinn með ýmsum ráðum. Rétt í þessu gengu þau fram af mér og ég sagði eitthvað á þessa leið....."hættiði þessu, börn.... þetta er stórhættulegt! Ég vil ekki sjá þetta hér á þessu heimili!".......... þá sagði Auður Ísold í mesta sakleysi; "en mamma, gerðu þá bara svona" og hélt fyrir augun á sér!!! Ég átti s.s. bara að halda fyrir augun ef ég vildi ekki sjá aðfarirnar hjá þeim. Hvað getur maður sagt þegar maður fær svona einlægt svar?
Védís
Védís
torsdag den 26. juli 2007
Tilviljun eða örlög....
.... hvort sem það er þá gerðist ótrúlega skrítinn hlutur í dag. Jú, þannig er mál með vexti að hann Gunni félagi úr matvælafræðinni, sem býr hérna í Köben, hafði samband í dag í gegnum msn-ið og sagðist hafa verið að skoða bloggið mitt í fyrsta skiptið rétt í þessu og ákveðið að hafa samband.... sem er kannski ekki til frásögu færandi nema hvað ég var með msn gluggann hans opinn og var að skoða hans blogg í fyrsta skiptið! Og notabene..... ég hef ekki heyrt í né séð Gunna í 3 ÁR!!!!!! og við veljum sama dag og sama tíma til að forvitnast um hvort annað!! Er þetta ekki aðeins of mikil tilviljun?
Védís
Védís
tirsdag den 24. juli 2007
Vikaren
Fór í bíó áðan með stelpunum á afskaplega skrítna mynd, danska mynd sem heitir vikaren og er um geimveru sem kemur frá plánetu þar sem engin ást fyrirfinnst og fer að vinna sem afleysingakennari í 6.B....... og þá fara að gerast skrítnir hlutir. Jahérnahér, hvernig ætli leikstjórar og höfundar svona mynda hugsi svona dagsdaglega. Allavega.... myndin fær kannski 1 1/2 stjörnu frá mér fyrir húmor og góðan leik.
nægtínægt,
Védís
nægtínægt,
Védís
Elín ljótufatameistari
Það var gaman í ljótufatapartýi..... jafnvel þótt ég hafi ekki átt vinninginn í ljótasta fatinu. Þann heiður átti nefnilega hún Elín vinkona og matarklúbbsfélagi..... hún var í þeim ógeðslegasta vibbakjól sem ég hef séð!
En talandi um þriðjudagsmatarklúbb - það er víst komin röðin að okkur og í tilefni rigningar og drulluveðurs hef ég ákveðið að hafa heitan chilirétt frá Mexíko og danskan bjór með:) vonandi fer sólin þá að sýna sig.
Adios i bili - kominn tími til að sækja 2 blauta grislinga og 1 aukagrisling:)
Védís
En talandi um þriðjudagsmatarklúbb - það er víst komin röðin að okkur og í tilefni rigningar og drulluveðurs hef ég ákveðið að hafa heitan chilirétt frá Mexíko og danskan bjór með:) vonandi fer sólin þá að sýna sig.
Adios i bili - kominn tími til að sækja 2 blauta grislinga og 1 aukagrisling:)
Védís
lørdag den 21. juli 2007
Ég er að fara í ljótufatapartý á eftir og hef af því tilefni fjárfest í þeim allra ljótasta kjól sem ég hef á ævinni séð. Hann er með ljósbláu, ljósfjólubláum, ljósbrúnu og hvítu blómamynstri, rykktum púffermum með axlarpúðum og plísseruðu pilsi! Ég hlakka svo til að sjá hvort einhverjum hefur tekist að finna ljótari föt en mér, hehhehehe:) Ég ætla líka að mæta með myndavélina og taka myndir af öllu ruglaða fólkinu sem er búið að eyða síðustu tveimur dögum í rauða kross búðum Kaupmannahafnar.
Af okkur er fínt að frétta. Við notuðum þennan laugardag í að fara á Þjóðmynjasafnið, www.nationalmusee.dk þar sem krakkarnir gátu kynnst gömlum tímum í gegnum leik. Veðurfræðingarnir okkar góðu keppast við að spá rigningu en veðrið er búið að vera udmærket!
Auður Ísold er rosalega dugleg leikskólastelpa..... hún nýtur sín vel og er farin að sofna kl. 8 á kvöldin..... yesss!
Set ljótufatamyndir inn bráðlega
Védís
Af okkur er fínt að frétta. Við notuðum þennan laugardag í að fara á Þjóðmynjasafnið, www.nationalmusee.dk þar sem krakkarnir gátu kynnst gömlum tímum í gegnum leik. Veðurfræðingarnir okkar góðu keppast við að spá rigningu en veðrið er búið að vera udmærket!
Auður Ísold er rosalega dugleg leikskólastelpa..... hún nýtur sín vel og er farin að sofna kl. 8 á kvöldin..... yesss!
Set ljótufatamyndir inn bráðlega
Védís
onsdag den 18. juli 2007
Munurinn á Íslandi og Danmörk í hnotskurn
Á mánudaginn kl. 11 gerði ég mér ferð niður í Sendiráð á Norðurbryggju þar sem mig vantaði nýtt vegabréf. Í morgun kl. 11 lá svo nýja vegabréfið í póstkassanum mínum. Ferlið tók s.s. aðeins 2 daga, fyrst meðhöndlun umsóknarinnar hér í Köben, því næst útbúningur vegabréfsins á Íslandi og að lokum sendingin frá Íslandi til Kaupmannahafnar.
Ef ég hefði hins vegar verið að sækja um danskt vegabréf hefði ferlið án efa tekið lengri tíma. Fyrst hefði ég örugglega þurft að fara í passamyndatöku, því næst í heillanga biðröð til að geta sótt um vegabréfið..... svo af því að tölvukerfin hjá danska ríkinu virðast ekki vera samtengd þá hefði örugglega þurft að senda vegabréfið á milli stofnanna með póstinum fyrir mismunandi áritanir osfrv. Ferlið hefði án efa tekið amk. 3 vikur, jafnvel lengri tíma af því að nú er lokað vegna sumarleyfa (því konsepti kynntist ég fyrst þegar ég flutti hingað)!
En allavega, ég er komin með vegabréfið í hendurnar og geta byrjað að hlakka til Færeyjaferðarinnar:)
Védís
Ef ég hefði hins vegar verið að sækja um danskt vegabréf hefði ferlið án efa tekið lengri tíma. Fyrst hefði ég örugglega þurft að fara í passamyndatöku, því næst í heillanga biðröð til að geta sótt um vegabréfið..... svo af því að tölvukerfin hjá danska ríkinu virðast ekki vera samtengd þá hefði örugglega þurft að senda vegabréfið á milli stofnanna með póstinum fyrir mismunandi áritanir osfrv. Ferlið hefði án efa tekið amk. 3 vikur, jafnvel lengri tíma af því að nú er lokað vegna sumarleyfa (því konsepti kynntist ég fyrst þegar ég flutti hingað)!
En allavega, ég er komin með vegabréfið í hendurnar og geta byrjað að hlakka til Færeyjaferðarinnar:)
Védís
mandag den 16. juli 2007
Strandferð
Við hjóluðum niður á Amager Strand í gær...... sem er kannski ekkert nýnæmi nema hvað krakkakrílin hjóluðu sjálf alla leiðina niður á strönd, sem er dágóður spotti; 2,5 km. Á ströndinni var afskaplega þægilegur hiti og við nutum þess að vaða, skoða kræklinga, krabba og kúskeljar. Endað var með ís og svo fengu krakkarnir far í kristjaníuhjólinu góða ásamt hjólunum sínum...... ótrúlegt hvað hægt er að koma fyrir í svona hjólum. Skemmtilegur fjölskyldudagur í gær.
Védís
Védís
Gullkorn fjögurra ára barns
Síðasta föstudag átti FH erfitt með að festa svefn og var ástæðan fyrirhuguð afmælisveisla á laugardeginum. Drengurinn bylti sér og velti og kallaði oft á mömmu sína sem var orðin frekar pirruð, enda átti alltof mikið eftir að gera í afmælisundirbúningi. Eitt skiptið þegar mamman fór inn til að árétta það að nú yrði hann að sofna, sagði FH sitt besta gullkorn fram til þessa og eftirfarandi kemur hluti af okkar samræðum......
FH: "Mamma, ég vil ekki fá fleiri pakka!"
Mamman (mjög hissa): "Nú.... eigum við þá ekki að halda afmælisveisluna?"
FH: "Jújú, en ég vil ekki fá fleiri pakka"
Mamman (enn meira hissa): "Nú, en af hverju viltu ekki fá fleiri pakka?"
FH: "Jú sko, það er eiginlega ekki pláss fyrir meira dót í herberginu mínu, þess vegna vil ég ekki fá fleiri pakka"...... Hvaða 4 ára barn vill ekki fá pakka vegna plássleysis - ég er þrítug og finnst æðislegt að fá pakka!
Védís
FH: "Mamma, ég vil ekki fá fleiri pakka!"
Mamman (mjög hissa): "Nú.... eigum við þá ekki að halda afmælisveisluna?"
FH: "Jújú, en ég vil ekki fá fleiri pakka"
Mamman (enn meira hissa): "Nú, en af hverju viltu ekki fá fleiri pakka?"
FH: "Jú sko, það er eiginlega ekki pláss fyrir meira dót í herberginu mínu, þess vegna vil ég ekki fá fleiri pakka"...... Hvaða 4 ára barn vill ekki fá pakka vegna plássleysis - ég er þrítug og finnst æðislegt að fá pakka!
Védís
torsdag den 12. juli 2007
Komin heim
Komum heim í gærdag. Börnin voru eins og englar i fluginu eins og þau hefðu ekki gert annað. Fjalar Hrafn vakti alla leiðina og dundaði sér við að spila við pabba sinn og horfa á sjónvarpið. Auður Ísold svaf hálfa leiðina enda fór hún seint að sofa kvöldið áður. Eftir 4 tíma stopp á kolliginu fór ég á tónleika með Clap Your Hands Say Yeah! Tónleikarnir fengu 3 af 6, ekki nógu gott. Þeir virtust vera eitthvað andlausir, búnir eflaust að vera á löngu tónleikaferðalagi. Annað voru nú tónleikarnir í síðustu viku með Modest Mouse sem fá 5 af 6.
Auður Isold mætti í fyrsta sinn á leikskólann nýja í morgun. Mamman fór með henni til halds og trausts en sú litla varð heldur súr þegar hún sá að móðir hennar ætlaði með í rútuna. Því hefur verið tekin sú ákvörðun að hún fari ein með rútunni í fyrramálið, eftir einungis einn dag í aðlögun. Hún er búin að bíða eftir þessum degi í marga mánuði.
Ætlum að halda upp á afmælið hans Fjalars á laugardagsmorguninn. Síðustu tvö ár hefur afmælið farið fram í 30 stiga hita úti í garði þar sem allir eru berir að ofan. Að þessu sinni verður afmælið þó haldið innandyra vegna veðurs.
Þórir
Auður Isold mætti í fyrsta sinn á leikskólann nýja í morgun. Mamman fór með henni til halds og trausts en sú litla varð heldur súr þegar hún sá að móðir hennar ætlaði með í rútuna. Því hefur verið tekin sú ákvörðun að hún fari ein með rútunni í fyrramálið, eftir einungis einn dag í aðlögun. Hún er búin að bíða eftir þessum degi í marga mánuði.
Ætlum að halda upp á afmælið hans Fjalars á laugardagsmorguninn. Síðustu tvö ár hefur afmælið farið fram í 30 stiga hita úti í garði þar sem allir eru berir að ofan. Að þessu sinni verður afmælið þó haldið innandyra vegna veðurs.
Þórir
tirsdag den 3. juli 2007
Eitthvað nýtt
Ég keypti nýtt hjól handa Fjalari Hrafni í dag. Eins og komið hefur fram á dagbókinni var hjólinu hans, sem við keyptum í mars, stolið fyrir 3 vikum síðan. Ég, tryggingastærðfræðingurinn, fór í tryggingafélagið TopDanmark og fékk hjólið bætt og notaði bæturnar til að kaupa nýtt hjól. Er svo búinn að nota síðasta klukkutíma til að pússla því saman svo það verði tilbúið þegar hann kemur heim í næstu viku. Hef annars notað þessa einmanna daga til að vinna eins og mother******. Fór reyndar á tónleika í gærkveldi til að brjóta vinnudaginn aðeins upp. Store-Vega bauð upp á Modest Mouse. Í stuttu máli sagt: gargandi snilld! Tveir trommuleikarar, alger snilld!
Þórir
Þórir
lørdag den 30. juni 2007
Ný dagbók
Loksins lét ég verða af því að setja upp nýja dagbók. Vona að fólk verði ánægt með það. Hef mikið heyrt að sú gamla sé þung og erfið. Ákvað því að prófa eitthvað annað.
Ég er bara einn. Fjalar Hrafn og Auður Ísold fóru til Íslands á fimmtudaginn í síðustu viku og Vedís fór svo í gærmorgun. Ég kem svo næsta föstudagskvöld og sæki alla fjölskylduna. Hef ekki heyrt annað en að börnin séu í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni og afa. Hlakka mikið til að hitta þau aftur, þetta er búinn að vera langur tími og á bara eftir að lengjast.
Þórir
Ég er bara einn. Fjalar Hrafn og Auður Ísold fóru til Íslands á fimmtudaginn í síðustu viku og Vedís fór svo í gærmorgun. Ég kem svo næsta föstudagskvöld og sæki alla fjölskylduna. Hef ekki heyrt annað en að börnin séu í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni og afa. Hlakka mikið til að hitta þau aftur, þetta er búinn að vera langur tími og á bara eftir að lengjast.
Þórir
Abonner på:
Opslag (Atom)